Fréttir

Hvað á ég að gera?

05.10.2015
Ungur maður kom hlaupandi og spurði: Hvað á ég að gera? En Jesús svaraði: Þú átt ekki að gera – heldur vera. Og hvað er það að vera og hvernig tengist sá lífsháttur verkum og störfum manna? Í prédikun 4. október ræddi Sigurður Árni Þórðarson trú og verk, líf og störf og kenningu Jesú um mennskuna. Sjá að baki þessari smellu á trú.is

Þriðjudagsæfing barna og unglingakórs Hallgrímskirkju

05.10.2015
Þriðjudaginn 6. október kl. 16.30 – 17.30 er æfing hjá kórnum en hann æfir að jafnaði tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum á þessum tíma. Kórinn er ætlaður stúlkum og drengjum á aldrinum 10-13 ára, af höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum. Verkefni kórsins í vetur er meðal annars söngur í fjölskyldumessu,...

Liðug á líkama og sál á þriðjudögum

04.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á þriðjudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á döfinni. Mjöll Þórarinsdóttir sér um fjörið og allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

04.10.2015
Dr. Sigurður Árni Þórðarsson sóknarprestur leiðir fyrirbænamessu í kórkjallara kl. 10.30 á þriðjudögum. Verið hjartanlega velkomin.  

Hádegisbæn á mánudögum

04.10.2015
Sigrún Ásgeirsdóttir leiðir bænastund alla mánudaga í vetur. Stundin er hjá myndinni af Maríu mey norðanmeginn í kirkjunni. Verið velkomin til bænahalds.  

Kyrrðarstund 10. desember

02.10.2015
Í kyrrðarstundinni 10. desember leikur Björn Steinar Sólbergsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir íhugun og biður bæn. Samveran hefst kl. 12.00 og er í hálftíma. Eftir stundina verður hægt að kaupa aðventu- og jafnvel jólaveitingar. Allir hjartanlega velkomnir.

Hvað á ég að gera?

01.10.2015
Ungi maðurinn spurði: „Hvað á ég að gera…?“ Hvernig var svar Jesú? Í messunni í Hallgrímskirkju 4. október sem hefst kl. 11 mun Sigurður Árni Þórðarson skýra Jesúsvarið og ræða lífsstefnuna í prédikunni. Hann þjónar fyrir altari ásamt sr. Leonard Ashford og messuþjónum. Félagar úr Mótettukórnum syngja. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið....

Kvenfélagsfundur 1. október

01.10.2015
Fyrsti kvenfélagsfundur vetrarins er í kvöld kl. 20.00 - 22.00 í suðursal kirkjunnar. Á dagskránni er umfjöllun um Steinkudys og veitingar í boði. Allar konur eru hjartanlega velkomnar.

Liðug á líkama og sál á föstudögum

01.10.2015
Hressar samverur hjá eldri borgurum á föstudögum í kórkjallaranum. Samverurnar verða ávallt í vetur á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.00 – 13.00. Hist er í kórkjallara kirkjunnar og hreyfing, súpa og spjall er meðal annars á dagskránni. Helga Þorvaldsdóttir sér um fjörið og allir er velkomnir.