Fréttir: Júlí 2015

Hádegistónleikar Schola cantorum á miðvikudögum

07.07.2015
Líkt og fyrri sumur stendur Schola cantorum fyrir sínum sívinsælu hádegistónleikum á miðvikudögum í Hallgrímskirkju kl. 12.  Efnisskráin samanstendur af íslenskum og erlendum kórperlum og þjóðlögum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Aðgangseyrir: 2.000. Miðasala við innganginn á tónleikadegi.

Árdegismessur á miðvikudagsmorgnum kl. 8.

07.07.2015
Árdegismessur eru í kór kirkjunnar á miðvikudagsmorgnum kl. 8 árdegis. Messuþjónar íhuga, biðja bænir og útdeila ásamt með presti. Miðvikudaginn 8. júlí messar sr. Árni Svanur Daníelsson. Allir velkomnir.

Mannaborg - Guðsborg

06.07.2015
Listsýning Rósu Gísladóttur í forkirkjunni og á Hallgrímstorgi nefnist Borg Guðs. Það hefur verið gjöfult að skoða og íhuga þessa sýningu. Borg Guðs – heitið minnir á rit Ágústínusar kirkjuföður, kastalaborgir miðalda og rómantískar draumborgir 19. aldar bókmennta. Og minnir líka á þann rismikla sálm Marteins Lúthers: Þú Guð, ert borg á bjargi...

Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna - pistill SÁÞ

04.07.2015
Mér þykir vænt um Bandaríki Norður Ameríku. Ég naut bandarískra styrkja og þeirrar gæfu að nema við bandarískan háskóla. Ég kynntist mörgum og flest eru þau og voru úrvalsfólk. Ég komst að því margt af því besta, sem heimsmenningin hefur alið, varð til í Bandaríkjunum. Ég á frábært venslafólk sem er búsett vestra og hef lært margt af. Á...

El?bieta Karolak í Hallgrímskirkju

03.07.2015
Hin pólska Elzbieta Karolak leikur á tvennum tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju um helgina. Hún er fjölhæf með eindæmum en auk þess að vera mikilsvirtur orgelleikari og prófessor í Poznan er hún með háskólapróf í efnafræði, hefur ritað bækur um sögufræg orgel og stjórnað útvarpsþáttum helguðum orgeltónlist. Hún hefur komið...

Borg Guðs og danskir söngsveinar í messu 5. júlí

01.07.2015
Í messunni 5. júlí, 2015 syngur auk félaga úr Mótettukórnum drengjakór frá Danmörk, Syngedrengene í Vor Frue Kirke í Assens. Stjórnandi er Finn Pedersen og undirleikari Irina Natius. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hirti Pálssyni. Íhugunarefni í prédikun dagsins verður borg Guðs, en sýning Rósu Gísladóttur...

Jónas Þórir, Klais og kvikmyndatónlistin

01.07.2015
Hið stóra og margbreytilega Klais orgel í Hallgrímskirkju gæti þurft á öllum sínum 5275 pípum að halda á fimmtudaginn þegar Jónas Þórir, organisti Bústaðakirkju, leikur kvikmyndatónlist eftir John Williams og Ennio Morricone. Jónas Þórir ætlar að spinna magnaðan þráð úr frægum stefjum m.a. úr Star Wars, Harry Potter, Schindler’s List, Jurassic...