Fréttir: 2021

Sigurbjörn Einarsson 110

30.06.2021
Sigurbjörn Einarsson var fyrsti prestur Hallgrímsprestakalls. Hann fæddist 30. júní 1911 og í dag eru 110 ár frá fæðingu hans. Hann lagði mikið til þjóðar sinnar, m.a. með prédikun í Hallgrímskirkju. Prédikunarstóll kirkjunnar er gjöf Sigurbjörns, vina hans og fjölskyldu. Á þessum degi 110 ára afmælis er fjallað um prédikarann Sigurbjörn Einarsson...

Services in Hallgrímskirkja

26.06.2021
On Sunday June 27th. there will be two services in Hallgrimskirkja. The first one will be in Icelandic (with a few explanations in English) and starts at 11 am. The other one at 14 pm will be in English. Due to the COVID-19 pandemic there will not be Eucharist this Sunday. All are welcome to both services and there will be some refreshments in the...

Tvær guðsþjónustur, önnur íslensk og hin ensk

26.06.2021
Fyrri guðsþjónusta sunnudagsins 27. júní verður á íslensku og hin síðari á ensku. Sú fyrri á íslensku hefst kl. 11 og þá verður 110 ára afmælis Sigurbjarnar Einarssonar minnst. Seinni guðsþjónustan verður kl. 14 og sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari og prédikar. Allir velkomnir og kaffi í suðursalnum eftir guðsþjónustur. Meðfylgjandi...

Saga okkar og Sigurbjörn biskup

24.06.2021
Dr. Sigurbjörn Einarsson hefði orðið 110 ára gamall 30. júní næstkomandi. Sigurbjörn var fyrsti prestur Hallgrímsprestakalls. Hann lagði mikið til þjóðar sinnar, m.a. með prédikun í Hallgrímskirkju. Prédikunarstóll kirkjunnar er gjöf Sigurbjarnar, vina hans og fjölskyldu. Eftir prestsstarf í Hallgrímskirkju varð Sigurbjörn háskólakennari í...

Starf kórstjóra auglýst

22.06.2021
Hallgri?mskirkja i? Reykjavi?k augly?sir eftir ko?rstjo?ra i? 50% starf. Krafist er ha?sko?lamenntunar i? kirkjuto?nlist eða ko?rstjo?rn auk reynslu af ko?rstjo?rn. Aðalverkefni ko?rstjo?rans er að byggja upp og stjo?rna ny?jum KO?R HALLGI?MSKIRKJU. Ko?rstjo?rinn vinnur i? na?nu samstarfi við organista og presta kirkjunnar og tekur...

Miðvikudagsmessa kl. 10.30

22.06.2021
Alla miðvikudaga er messað kl. 10.30 í Hallgrímskirkju.  Prestar kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum sem annast hugleiðingu, bæn og forsöng. Eftir messuna er boðið upp á hressingu í Suðursal kirkjunnar. Allir velkomnir.

Vox Feminae syngur við guðsþjónustu sunnudagsins

19.06.2021
Sunnudaginn 20. júní er guðsþjónusta kl. 11.00 í Hallgrímskirkju Kvennakórinn Vox Feminae syngur og leiðir söng.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Í prédikun dagsins á alþjóðlegum degi flóttamanna 20. júní verður fjallað um Guð vonarinnar, flóttann, frelsið...

Árdegisguðsþjónusta - samfélag

15.06.2021
Miðvikudaginn 16. júní  kl. 10.30 verður árdegisguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Athugið breytta tímasetningu! Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Messuþjónar, prestar og djákni kirkjunnar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. Verið velkomin.

Himnasmiður og himins hlið

12.06.2021
Sunnudaginn 13. júní er guðsþjónusta kl. 11.00 í Hallgrímskirkju.  Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson.  Sönghópur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar syngur. „Hér er hús Guðs, hér er hlið himinsins" sagði Pétur Sigurgeirsson biskup í vígsluorðum sínum þegar...