Fréttir

Ensk messa kl. 14 / English service at 2 pm

23.02.2018
English below: Ensk messa kl. 14, sunnudaginn 25. febrúar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. __________________________________________________ English service 25th February with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór...

Opnun á listsýningunni Synjun / Refusal - málefni innflytjenda

23.02.2018
Listsýning Kristínar Reynisdóttur, SYNJUN, verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 25. febrúar 2018 við messulok kl.12:15.   Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Sýningarstjóri er Rósa Gísladóttir.? Allir eru hjartanlega velkomnir og verða léttar veitingar í boði Hallgrímssafnaðar.   Eins og fram kemur...

Messa og barnastarf 25. febrúar kl. 11

23.02.2018
Messa og barnastarf í Hallgrímskirkju 25. febrúar 2018 kl. 11 Annar sunnudagur í föstu Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.  Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hefur Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi.  Eftir messu er...

Kyrrðarstund

21.02.2018
Á fimmtudögum eru kyrrðarstundir í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Hádegiserindi

20.02.2018
Næstu 5 miðvikudaga kl. 12 verða hádegiserindi í Suðursal Hallgrímskirkju. Eftir erindin verður opið fyrir umræðu og spurningum. Allir eru velkomnir. 21.02. TÍU FINGUR UPP TIL GUÐS GERÐUR KRISTNÝ RITHÖFUNDUR TALAR UM TRÚ OG TRÚARHUGMYNDIR Í VERKUM SÍNUM. 28.02. FRÁ LJÓÐI TIL SÁLMS AÐALSTEINN ÁSBERG SKÁLD TALAR UM SÁLMA Á NÝRRI ÖLD OG...

Foreldramorgnar í kórkjallara

20.02.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.  

Árdegismessan fellur niður á morgun vegna veðurs

20.02.2018
Árdegismessan sem á að vera á morgun, miðvikudaginn 21. febrúar kl. 8 fellur niður vegna slæmrar veðurspáar.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

19.02.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

19.02.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst nú á nýjum tíma kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.