Fréttir

Líf og lokanir á tímum Covid-19

15.03.2020
Líf og lokanir í Hallgrímskirkju Breytingar verða á helgihaldi, barnastarfi, fræðslu og öðru starfi Hallgrímskirkju næstu fjórar vikur í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda um samkomubann vegna Covid-19. Allt helgihald, fræðsla, barna- og unglingastarf fellur niður samkvæmt tilmælum frá biskupi. Það felur í sér að messur falla niður á...

Möguleikar í plágunni

15.03.2020
Hvað um covid19? Getum við brugðist við plágum og kreppum sem viðfangsefnum til að læra af og eflast? Hvort látum við vanda og erfiðleika fylla tilveru okkar eða lítum í frelsi á hvert mál sem viðfangsefni til eflingar? Íhugun dagsins er að baki þessari smellu. 

Helgistund sunnudaginn 15. mars kl. 11

13.03.2020
Helgistund verður kl. 11 sunnudaginn 15. mars. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf fellur niður þennan dag og í komandi viku. 

Bæn

13.03.2020
Bæn fyrir komandi óvissutíma.  

Tónleikar Clare College FALLA NIÐUR

13.03.2020
Af óviðráðanlegum ástæðum þá falla tónleikar kórs Clare College, sem áttu að vera á morgun, laugardaginn 14. mars kl. 17 í Hallgrímskirkju, niður.

Tilkynning vegna Covid-19 veirunnar

12.03.2020
Hallgrímssókn hyggst leggja sitt af mörkum til að verjast útbreiðslu Kórónuveirunnar og því verða eftirfarandi breytingar gerðar á safnaðarstarfinu frá og með deginum í dag og þar til annað verður tilkynnt. Guðsþjónusta og barnastarf verður áfram kl. 11 alla sunnudaga. Boðið verður upp á kaffi í Suðursal eftir guðsþjónustu en ekki verða...

Kyrrðarstund - en enginn súpa

11.03.2020
Fimmtudaginn 12. mars kl. 12 er kyrrðarstund. Grétar Einarsson hugleiðir útfrá passíusálmunum og Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir stundina verður ekki hægt að kaupa súpu eins og vanalega til að takmarka smithættu.  Allir velkomnir.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

09.03.2020
Þriðjudaginn 10. mars kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

09.03.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.