Fréttir

Kyrrðarstund

29.01.2020
Fimmtudaginn 30. janúar kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Foreldramorgnar í kórkjallara

28.01.2020
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Á dagskránni miðvikudaginn 30. janúar: Palli/Pálinuboð og skiptimarkaður. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Árdegismessa

27.01.2020
Árdegismessa Miðvikudaginn 29. janúar kl. 8 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar ásamt messuþjónum. Morgunmatur eftir messu. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma! Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

27.01.2020
Þriðjudaginn 28. janúar kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Þorrablót kvenfélagsins fimmtudaginn 30. janúar kl. 19

27.01.2020
Þorrablót Kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldið fimmtudaginn 30. janúar kl. 19 í suðursal kirkjunnar.   Hefðbundinn Þorramatur, söngur, gleði og gaman. Góð samvera er gulli betri. Sagt verður frá ferðalagi til Ísrael og Jórdaníu ásamt öðrum skemmtilegum upplestri.  Verð: 4.000 kr.   Vinsamlegast skráið ykkur hjá...

Hádegisbæn

26.01.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Á döfinni framundan

22.01.2020
Vers vikunnar: Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. Jabobsbréfið 1.5 Kæru vinir og viðtakendur. Efni fréttabréfsins: - 3 nýjir æskulýðshópar - Kyrrðarstund - Kvöldkirkja - Messa og...

Kvöldkirkjan fimmtudaginn 23. janúar

21.01.2020
Allir, sem koma inn í Hallgrímskirkju fimmtudagskvöldið 23. janúar ganga inn í kyrrð og rökkvaða kirkju með kertaljósum. Þetta kvöld verður kvöldkirkja, sem er samvinnuverkefni presta og starfsfólks Hallgrímskirkju og Dómkirkju. Kvöldkirkja verður frá kl. 19 til 21:30 og er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju. Prestar og...

Kyrrðarstund

21.01.2020
Fimmtudaginn 23. janúar kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.