Fréttir

Jólakór í Hallgrímskirkju

08.12.2019
Jólakór Hallgrímskirkju Langar þig að syngja inn jólin í Hallgrímskirkju? Kórinn er fyrir allan grunnskólaaldur. Það verða fjórar æfingar 9., 11., 18. des. og sameiginlega æfing með Mótettukórnum 20. des. Allar æfingar kl. 18-19. Kórinn mun syngja á aðfangadag kl. 18:00. Allir velkomnir í kórinn. Kórstjóri: Ragnheiður Bjarnadóttir.

Hádegisbæn

08.12.2019
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Mótettukór Hallgrímskirkju flytur Messías eftir Händel : laugardagurinn 7.des. kl. 18 og svo sunnudagurinn 8.des. kl. 16.

08.12.2019
Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju og úrvalslið einsöngvara flytja Messías eftir Georg Friedrich Händel undir stjórn Harðar Áskelssonar á aðventu í ár. Messías er eitt háleitasta og fegursta verk tónlistarsögunnar. Flutningur á Messíasi er hátíðarviðburður sem enginn tónlistarunnandi má láta fram hjá sér...

Messa og barnastarf sunnudaginn 8. desember kl. 11 - Annar sunnudagur í aðventu

05.12.2019
Messa og barnastarf kl. 11 - Annar sunnudagur í aðventu 8. desember 2019 Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Karlakór Reykjavíkur syngur og leiðir messusönginn undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfinu hafa Bogi Benediktsson &...

Hádegistónleikar - Orgel Matinée

05.12.2019
Orgel Matinée – hádegistónleikar laugardaginn 7. desember kl. 13 Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach og Felix Mendelssohn. Erla Rut Káradóttir leikur á kórorgelið. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá dr. Sigurðar Árna Þórðarsonar. Aðgangur er ókeypis og allir...

Kyrrðarstund

04.12.2019
Fimmtudaginn 5. desember kl. 12 er kyrrðarstund. Sr. Sigurður Árni Þórðarson hugleiðir og Björn Steinar Sólbergsson organsti leikur á orgelið í kyrrðarstundinni. Eftir kyrrðarstund verður seld súpa og brauð á vægu verði í Suðursal. Allir velkomnir.

Árdegismessa - Hafnarfjarðarkirkja í heimsókn

02.12.2019
Árdegismessa Miðvikudaginn 4. desember kl. 8 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar ásamt messuþjónum. Fáum góða gesti frá Hafnarfjarðarkirkju í heimsókn. Morgunmatur eftir messu í góðu samfélagi. Kjörin leið til þess að byrja daginn snemma og allir hjartanlega velkomnir!

HIMNESKT LJÓS – jólatónleikar kóra Domus vox

02.12.2019
Kórar Domus vox, Stúlknakór Reykjavíkur, Aurora, Vox feminae og Cantabile, halda sína árlegu jólatónleika í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 3. desember næstkomand kl. 20:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Himneskt ljós“ og þar munu koma fram tæplega 200 söngkonur á öllum aldri ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurunum Hildigunni...

Fyrirbænamessa í kórkjallara

02.12.2019
Þriðjudaginn 3. desember kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.