Fréttir

Krílasálmar byrja aftur í næstu viku

07.01.2020
Krílasálmar í Hallgrímskirkju Skráning hjá Kristný Rós Gústafsdóttir, kristny@hallgrimskirkja.is.

Foreldramorgnar á nýju ári

07.01.2020
Foreldramorgnar eru í kórkjallaranum eru alla miðvikudagsmorgna kl. 10 – 12. Kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin! Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir, verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður Bjarnadóttir, tónmenntakennari.

Fyrsta árdegismessa ársins

07.01.2020
Annar miðvikudag ársins, 8. janúar 2020 er árdegismessa kl. 8 í Hallgrímskirkju. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Morgunmatur og kaffi eftir messu.  Verið velkomin. 

Hallgrímskirkja í Singapore

06.01.2020
Vinkona mín sendi mér mynd af sér fyrir framan eftirlíkingu af Hallgrímskirkju. Henni þótti greinilega gaman að hafa rambað á kirkjuna á óvæntum stað. Hún var í Gardens by the Bay í Singapore. Í þeim miklu garðahvelfingum hefur verið sett upp norræn jólasýning með táknmyndum Norðurlanda. Hallgrímskirkja var valin sem táknbygging Íslands. Fyrir...

Hádegisbæn

05.01.2020
Á mánudögum kl. 12:15 leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund í hádeginu. Stundin er hægra megin við altarið hjá myndinni af Maríu. Allir velkomnir.

Sögur, söngvar & barnastarf - Sunnudaginn 5. janúar kl. 11

03.01.2020
Sr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir guðþjónustuna. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og söngsveitin Ægisif flytja jóla- og áramótasöngva. Stjórnandi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Lesarar úr hópi kórfélaga. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Umsjón með barnastarfi hefur Kristný Rós Gústafsdóttir verkefnastjóri- og djákni og Ragnheiður...

Stela framtíðinni

01.01.2020
Hvernig verður framtíðin? Gjöful eða lokuð? Á gamlárskvöldi var aftansöngnum útvarpað á RÚV. Slóðin er að baki þessari smellu. Í prédikun fjallaði Sigurður Árni um framtíðarkvíða, opnun og lokun tímans, verk okkar manna og það hlutverk að bera ávöxt í lífi okkar. Ræðan er að baki þessari smellu.

Hátíðartónlist fyrir 2 trompeta og orgel

30.12.2019
Einir vinsælustu tónleikar ársins eru nú haldnir í 27. sinn. Mánudagur 30. desember kl. 20 Þriðjudagur 31. desember (Gamlársdagur) kl. 16 Trompetleikararnir BALDVIN ODDSSON OG JÓHANN NARDEAU og BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON organisti Hallgrímskirkju flytja glæsileg hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. eftir J.S. Bach, (Tokkata og fúga í...

Dagskrá Hallgrímskirkju um hátíðarnar

30.12.2019
Hér gefur að líta dagskrána yfir hátíðarnar. Verið hjartanlega velkomin í Hallgrímskirkju. Nánar um opnunartíma er HÉR og undir þessum hlekk er dagatal kirkjunnar.