Fréttir

Er Guð vatnssósa? Blaut og breytt kristni.

02.06.2019
Sjómannadagur og kirkjulistahátíð eru góðar systur, sem faðmast og halda hátíð í dag í þessari kirkju. Sjómennskan er í okkur öllum og sjávarsaltið er í blóði okkar. „Föðurland vort hálft er hafið“ segir í gömlum sálmi.Við erum komin af sjósóknurum og bændum. Við erum börn náttúrunnar. En ekki aðeins það, við Íslendingar höfum séð hið stóra og...

Kirkjulistahátíð 3. júní, mánudagur

02.06.2019
kl. 12.00 Myndlistarspjall í Ásmundarsal – Hallgrímskirkjuprestarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson ræða við við myndlistarmanninn Finnboga Pétursson. Kl. 21.00 ÚTLENDINGURINN Verk í hljóðum, tali og tónum eftir Halldór Hauksson um leit mannsins að samastað í staðlausum heimi, innblásið af samnefndri skáldsögu eftir Albert...

2. júní - hátíðarmessa og kirkjulistahátíð

01.06.2019
11.00 Trú, náttúra og sókn manna til dýpta og hæða. Í hátíðarmessu á sjómannadegi prédikar sr. Sigurður Árni Þórðarson og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Hljómeyki syngur undir stjórna Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur. Málmblásarakvartett: Baldvin Oddsson og...

1. júní, Kirkjulistahátíð sett, Finnbogi og Mysterium

01.06.2019
Kirkjulistahátíð verður sett laugardaginn 1. júní kl. 15. Kanadíski orgelvirtúósinn Isabella Demers leikur verk eftir J.S. Bach og Duruflé. Trompetleikararnir Jóhann Nardeau og Baldvin Oddsson leika hátíðarverk með Birni Steinari Sólbergssyni, íslenskum orgelvirtúós og orgelleikara Hallgrímskirkju. Klukkuspilskonsert inni og úti....

Hátíðarguðsþjónusta á uppstigningardag

29.05.2019
Hátíðarguðsþjónusta verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí, klukkan 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sumarsálmar sungnir og myndarlegt kaffi í Kórkjallara að guðsþjónustu lokinni. Allir...

Árdegismessa verður haldin á Akranesi 29.05.2019

28.05.2019
Árdegismessan verður með ferðahætti þennan miðvikudag. Farið verður upp á Skaga og verður messan haldin í Akraneskirkju. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl 08:00. Áætluð koma aftur til Hallgrímskirkju er kl 11:30 Vonumst til að sjá sem flesta.  

Ensk messa / English Service, Sunday at 14 pm, may 26.

24.05.2019
English below: Ensk messa með altarisgöngu í Hallgrímskirkju kl. 14, 26. maí. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Þorgeir Lawrence les ritningalestra og bænir. Messuþjónn er Guðlaugur Leósson. Kaffisopi eftir messu. Allir velkomnir.   Service – with Holy Communion...

Messa 26. maí 2019, kl. 11.

24.05.2019
HALLGRÍMSKIRKJA   sunnudagur eftir páska – Hinn almenni bænadagur Messa 26. maí 2019, kl. 11. Irma Sjöfn prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Ritningarlestrar: Slm 163, Róm 8.24-27. Guðspjall: Lúk 11.5-13 Allir hjartanlega velkomnir

Kyrrðarstund 23. maí kl. 12

23.05.2019
Kyrrðarstund Fimmtudaginn 23. maí kl. 12 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.