Fréttir

Fermingarmessa og barnastarf 28. apríl kl. 11

26.04.2019
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og guðfræðingur flytur hugleiðingu. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. 15 fermingarungmenni verða fermd.  Verið velkomin.  Hérna fyrir neðan...

Listaháskólinn II í Hallgrímskirkju

26.04.2019
Vortónleikar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju Laugardaginn 27. apríl kl. 14 Undurfalleg trúartónlist hljómar á vortónleikum tónlistardeildar LHÍ og Listvinafélags Hallgrímskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14. Tónlistin spannar margar aldir, allt frá endurreisn til okkar tíma en á efnisskrá er kórtónlist, hljóðfæra- og einsöngstónlist...

Framkvæmdir og hlúð að starfsfólki

25.04.2019
Unnið að lyftuskiptum, aðstöðu fyrir starfsfólk og öryggismálum í turni Hallgrímskirkju. Þetta var allt löngu komið á tíma. Björn Steinar Sólbergssson, organisti Hallgrímskirkju, hefur t.d. aldrei haft neina skrifstofuaðstöðu, heldur aðeins skáp í almannarými. Hallgrímskirkja er ekki fullbyggð og í viðhaldi, heldur enn á byggingarstigi....

Kirkjan opnar kl. 12 sumardaginn fyrsta

24.04.2019
Kirkjan verður lokuð milli kl. 9 - 12 sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl og verður því opin milli kl. 12 - 17. Turninn er lokaður.  

Krílasálmar

23.04.2019
Krílasálmar á morgun, þriðjudaginn 23. apríl kl. 11:30 og verða út maí. Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 3-18 mánaða og foreldra þeirra, þar sem tónlist, sálmar, þjóðlög og barnavísur eru notuð til að styrkja tengslamyndun og örva þroska barnanna. Leiðbeinendur eru Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi og Helga Vilborg...

Fyrirbænamessa

22.04.2019
Þriðjudaginn 23. apríl kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun dr. Sigurður Árni Þórðarson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Turninn lokaður vegna endurnýjunar á turnlyftu

22.04.2019
Þriðjudaginn 23. apríl hefjast framkvæmdir við lyftuskipti í turni kirkjunnar. Turninn verður því lokaður frá 23. apríl til 27. maí. Reiknað er með að ný lyfta verður tekinn í notkun 28. maí.

Messa annan í páskum

22.04.2019
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi og guðfræðingur prédikar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Kaffisopi eftir messu. Verið hjartanlega velkomin.   Messuskráin er hér fyrir neðan í tölvutækri...

Safnaðarblað Hallgrímskirkju 1.tbl 2019

16.04.2019
Síðustu daga hefur verið unnið hörðum höndum að útgáfu nýs glæsilegs safnaðarblaðs fyrir páska og hérna fyrir neðan er það komið út á tölvutæku formi. Verður sent í heimahús í sókninni von bráðar. Njótið lestursins.  https://issuu.com/grafisksmidja/docs/hallgri_mskirkja_1._tbl._2019_net