Fréttir

Hádegistónleikar - Orgel Matinée

05.12.2018
Laugardaginn 8. desember kl. 12 verða hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju leikur verk tengd aðventu eftir Johann Sebastian Bach og Max Reger. Í upphafi tónleikanna verður stutt helgistund í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hérna fyrir...

Kyrrðarstund

05.12.2018
Kyrrðarstund á fimmtudaginn 6. desember kl. 12. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar í Suðursal

04.12.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa í kórkjallara kirkjunnar

04.12.2018
  5. desember 1948 fyrir 70 árum síðan var kapella Hallgrímskirkju vígð til guðþjónstuhalds sem við köllum nú í dag kórkjallara kirkjunnar. Hverja miðvikudagsmorgna kl. 8 hittist árvökull hópur til guðþjónustuhalds í kirkjunni en á morgun, 5. desember 2018 ætla þau í tilefni afmælisins að halda messu niðrí kórkjallaranum. Að messunni...

Ofurhugar Íslands

03.12.2018
París hefur sinn Eiffelturn, London Big Ben og Reykjavík Hallgrímskirkju. Þannig var Reykjavík uppteiknuð í ferðakynningu og tjáir hlutverk kirkjunnar í borgarlandslagi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja er orðin einkenni borgarinnar, lógó ferðamennskunnar. Auglýsingabransinn notar hana, sem bakgrunn til að staðfæra og sannfæra. Hallgrímskirkja...

Hádegisbæn

03.12.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju

30.11.2018
Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju Sunnudaginn 2. desember kl. 17 & þriðjudaginn 4. desember kl. 20 Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson. Einleikur á fiðlu: Auður Hafsteinsdóttir. Hrífandi og hátíðleg jólastemmning í fagurlega skreyttri kirkjunni! Á...

Hátíð í Hallgrímskirkju

29.11.2018
Manstu eftir kapellunni sem nú er kór Hallgrímskirkju? Það eru 70 ár síðan kapellan, fyrsti hluti Hallgrímskirkju, var vígð í miðju braggahverfi hernámsáranna. Í kapellunni var messað og fundað, skírt, fermt, gift og jarðað og margir eiga dýrmætar minningar þaðan. Til að minnast þessa viðburðar í sögu þjóðar, borgar og kirkju verður...

"Aðrir sálmar" Sýningaropnun Sigurborgar Stefánsdóttur 2. des. 2018 kl. 12.15

29.11.2018
Listsýning Sigurborgar Stefánsdóttur "Aðrir sálmar" verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju sunnudaginn 2. desember 2018 við messulok kl.12:15. Sýningin er á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og sýningastjóri er Rósa Gísladóttir.? Allir eru hjartanlega velkomnir og verða léttar veitingar í boði Hallgrímssafnaðar. Verkin sem Sigurborg...