Fréttir

Kyrrðarstund

31.10.2018
Kyrrðarstund verður á sínum stað, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Dr. Sigurður Árni Þórðarson leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju á Siðbótardaginn miðvikudaginn 31.október nk. kl. 17

31.10.2018
Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju vegna 35. starfsárs félagsins verður haldinn í suðursal Hallgrímskirkju á Siðbótardaginn, miðvikudaginn 31. október nk. kl. 17. Þar verða reikningar 35. starfsársins bornir upp til samþykktar og boðið verður upp á léttar veitingar og umræður um starf félagsins. Einnig verða kosnir tveir nýir...

Foreldramorgnar í Suðursal

30.10.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

30.10.2018
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Dr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Nanna Hlín Halldórsdóttir um Biblíuna

29.10.2018
Hvenær: Miðvikudagur 31. október kl. 12 Hvaða minningar á Nanna Hlín Halldórsdóttir, heimspekingur, um Biblíuna? Hvernig metur hún gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um Biblíuna í Hallgrímskirkju, rifja...

Ástarsögur

28.10.2018
Við segjum ástarsögu um Hallgrím og Guðríði og ástarsögu Guðs sem alltaf elskar. Og þó Hallgrímskirkja sé gott íhugunarhús fyrir borg, þjóð og heim er þó annað hús sem skiptir þig þó enn meira máli. Það ert þú sjálfur – þú sjálf. Þú ert raunar miðjan í ástarsögu Guðs og heimsins. Útvarpsmessan á vef Rúv. Hugleiðing í Hallgrímsmessu 28. október er...

Hádegisbæn

27.10.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Ensk messa sunnudaginn 28. október kl. 14 / English service with holy communion 28th October at 2pm

25.10.2018
English below: Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kaffisopi eftir messu. Verið velkomin. ________________________________________________________ English service with holy communion at 2 pm. Rev. Bjarni Þór Bjarnason is celebrant and preacher....

Hallgrímsmessa sunnudaginn 28. október kl. 11

25.10.2018
Mikið verður um dýrðir næsta sunnudag til að fagna að 26. október eru 32 ár frá vígslu Hallgrímskirkju og 27. október markar 344. ártíð Hallgríms Péturssonar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Lesarar verða Ágústa Þorbergsdóttir og Óskar Jónsson. Messuþjónar sjá um ýmsa þætti...