Fréttir

Thierry Mechler leikur á orgeltónleikum laugardaginn 28. júlí kl. 12

24.07.2018
Laugardaginn 28. júlí kl. 12 leikur franski organistinn og tónskáldið Thierry Mechler verk eftir Bach (Goldberg-tilbrigðin),Boëly og sjálfan sig. Mechler er organisti Fílharmóníunnar í Köln og einnig orgelprófessor í sömu borg. Miðaverð er kr. 2.000. Hægt er að kaupa miða í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleika, en einnig er hægt...

Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á tónleikum fimmtudaginn 26. júlí kl. 12

24.07.2018
Fimmtudaginn 26. júlí kl. 12 leikur einn fremsti organisti okkar af ungu kynslóðinni, Lára Bryndís Eggertsdóttir, verk eftir G. Pierné og Bedrich Smetana (Moldau). Miðaverð er kr. 2.000. Miðasala hefst í anddyri kirkjunnar klukkustund fyrir tónleikana, en einnig er hægt að kaupa miða á midi.is. Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra...

Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 25. júlí kl. 12

24.07.2018
Miðvikudaginn 25. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Stjórnandi er...

Þriðjudagsbænir

23.07.2018
Á þriðjudagsmorgnum kl. 10,30 eru bænastundir í Hallgrímskirkju. Beðið er fyrir fólki og mikilvægum málum lífsins. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Bænasamverurnar í sumar verða í Suðursal kirkjunnar. Fyrirbænir eru mikilvægar og Guð heyrir allar bænir. Verið velkomin til bæna.

Messa 22. júlí 2018, kl. 11:00

20.07.2018
HALLGRÍMSKIRKJA Áttundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Messa 22. júlí 2018, kl. 11.  Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Ritningarlestrar: Jer 23.16-18, 20-21. Róm 8.12-17. Guðspj.: Matt 7.15-23

Sunnudagur 22. júlí kl. 17:00-18:00 Thierry Escaich organisti við Saint-Étienne-du-Mont Paris

19.07.2018
Sunnudaginn 22. júlí klukkan 17, leikur Thierry Escaich, verk eftir O. Messiaen, sjálfan sig, Orgelsónötu nr. 1 eftir Mendelssohn og Romance & Final eftir L. Vierne. Miðaverð kr. 2.500. Efnisskrá:  Felix Mendelssohn-Bartholdy 1809?1847 Orgelsónata í f-moll, op. 65, nr. 1 Allegro – Adagio –Andante recitativo – Allegro assai...

Laugardagur 21. júlí kl. 12:00-12:30 Thierry Escaich organisti við Saint-Étienne-du-Mont Paris

19.07.2018
Laugardaginn 21. júlí klukkan 12 er komið að Thierry Escaich organista við Saint-Étienne-du-Mont kirkjuna í París. Escaich er á meðal þekktustu konsertorganista í heiminum í dag, rómaður spunasnillingur og eftirsóttur kennari. Á fyrri tónleikum sínum í Hallgrímskirkju leikur Escaich m.a. verkið Piéce Heroique eftir César Frank og spunaverk eftir...

Orgeltónleikar: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fimmtudaginn 19. julí kl:12:00 - 12:30

18.07.2018
Orgeltónleikar: Lára Bryndís Eggertsdóttir. Fimmtudaginn 19. júlí kl. 12:00 -12:30 Organ concert Thursday July 26 @ Noon Fimmtudaginn 19. júlí klukkan 12 áttu að vera tónleikar sópransöngkonunnar Þórunnar E. Pétursdóttur og organistans Lenku Mátéóvu, eins og auglýst hafði verið. Þeir falla því miður niður vegna veikinda. Í skarðið hleypur...

Hádegistónleikar Schola Cantorum falla niður miðvikudaginn 18. júlí

16.07.2018
Miðvikudaginn 18. júlí mun Schola Cantorum syngja á Þjóðfundi á Þingvöllum á vegum Alþingis kl. 14 í beinni útsendingu á rúv.is í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hádegistónleikar kórsins í Hallgrímskirkju falla því niður af þessu tilefni.