Fréttir

Hamborgarar eftir útför

03.12.2021
Fréttir
Engin erfidrykkja var eftir útför Ófeigs Björnssonar sem gerð var frá Hallgrímskirkju 3. desember. Auðvitað voru sóttvarnasjónarmið sem voru ástæðurnar. Vini Ófeigs þótti miður að fjölskylda og félagar gætu ekki hist eftir athöfnina. Hann hringdi í Hildi Bolladóttur, eiginkonu Ófeigs, og baust til að sjá um veitingar á kirkjutorginu, Hallgrímstorgi. Hún sagði já takk – Ófeigur var lausnamiðaður og tilraunasækinn. Vinurinn var Tómas A. Tómasson, hamborgarakóngur og alþingismaður, og hann hóf undirbúninginn. Þegar kista Ófeigs hafði verið borin út útdeildu vaskir grillarar hamborgurum. Steikarlyktin kitlaði nef þeirra sem komu úr kirkju og hinna líka sem komu gangandi upp Skólavörðustíginn. Einn vina Ófeigs sagði: „Frábær hamborgari. Þetta er algerlega ný tegund af veitingum eftir jarðarför. Og frábær valkostur.“ Sem sé brauðterturnar út og hamborgararnir inn.

Nýr tími þjóðkirkjunnar og tvítugsafmæli

28.11.2021
Fréttir
Hallgrímskirkja var vettvangur kirkjusögulegs viðburðar á fyrsta sunnudegi aðventu.

Skírnarfontur Hallgrímskirkju tvítugur

23.11.2021
Fréttir
Hinn stórkostlegi skírnarfontur Hallgrímskirkju er tuttugu ára.

Alger krísa

23.11.2021
Prédikanir og pistlar, Helgihald
Andardráttur kirkjuársins er annar en í almannaksárinu. Kirkjuárið endar fyrir aðventu en svo hefst nýr tími kirkjunnar fyrsta sunnudag í aðventu. Hugleiðing Sigurðar Árna síðasta sunnudags kirkjuársins er hér.

Áfall, bænir og kyrrð

15.11.2021
Fréttir
Mánudagur 15. nóv. Kapellan. Bænastund kl. 12. Miðvikudagur 17, nóv. kl. 10,30. Guðsþjónusta í kór kirkjunnar.

Sóttvarnareglur og kirkjan

12.11.2021
Fréttir
Verður messa eða fellur helgihaldið niður? Auglýst fjölskylduguðsþjónustan í Hallgrímskirkju verður sunnudaginn 14. nóvember kl. 11. Þau sem koma í kirkjuna eru beðin um að virða sóttvarnarreglur skv. ákvörðunum stjórnvalda. Grímurnar eru ágætar og handspritt verður við inngang. Kirkjuverðir og messuþjónar stýra umferð og staðsetningum í...

Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn

11.11.2021
Fréttir, Helgihald
Á sunnudaginn kemur, 14. nóv. kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta.

Miðvikudagsmessa og fimmtudagskyrrðarstund

09.11.2021
Fréttir
Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10:30. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar.

Ólafur Teitur: Meyjarmissir

08.11.2021
Fréttir
Ólafur Teitur Guðnason skrifaði bókina Meyjarmissir eftir að Engilbjört Auðunsdóttir, kona hans, lést. Ólafur Teitur segir frá Engilbjörtu, lífi hennar, tengslum, missi og því að lifa áfram eftir makamissi.