Fréttir

Miðvikudagsmessa og fimmtudagskyrrð

26.10.2021
Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10,30. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar. Á fimmtudögum yfir vetrartímann eru kyrrðarstundir í hádeginu, kl. 12, með orgelleik og íhugun. Organistar og prestar kirkjunnar sjá um þessar stundir. Kyrrðarstund í kirkjunni eflir. Verið velkomin.

Íslenskt samfélag og Íslam

25.10.2021
Hvernig tökum við á móti múslimum á Íslandi? Hafa múslimar í vestrænum samfélögum einangrast vegna rangrar fjölmenningarstefnu? Um þessi mál verður rætt á þriðjudagsfundi 26. október í Suðursal Hallgrímskirkju. Fundurinn hefst kl. 12,07. Fyrirlestarinn er Halldór Nikulás Lár. Hann heldur fram að við verðum að endurskoða fjölmenningarpólitík til að...

Til hvers Grímseyjarkirkja, Hallgrímskirkja og ... ?

24.10.2021
Til hvers kirkja? Er þörf fyrir kirkju? Það er vissulega hægt að ná sambandi við Guð í fjallgöngu, við eldhúsborðið, í búðinni eða bílnum. En trú er ekki bara einstaklingsmál. Trú er stór og alltaf samfélagsmál. Kirkjuhús eru hús til að taka á móti fólki sem leitar hins heilaga, vill syngja lífssöngva, kyrra huga, nærast andlega og leyfa öllu því...

Hátíðarmessa og 35 ár Hallgrímskirkju

21.10.2021
Vígsluafmælis Hallgrímskirkju verður minnst í messunni 24. október. 35 ár eru liðin frá því kirkjan var vígð. Messa og barnastarf hefjast kl. 11. Prestar Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Messuþjónar aðstoða. Nýr Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfi...

Miðvikudagsmessa og fimmtudagskyrrð

19.10.2021
Alla miðvikudagsmorgna er messað í Hallgrímskirkju kl. 10,30. Hópur messuþjóna sér um messurnar ásamt prestum kirkjunnar. Á fimmtudögum yfir vetrartímann eru kyrrðarstundir í hádeginu, kl. 12, með orgelleik og íhugun. Organistar og prestar kirkjunnar sjá um þessar stundir. Kyrrðarstund í kirkjunni eflir. Verið velkomin. Mynd SÁÞ, 5. október,...

Kærleikur eða kerfi

19.10.2021
Prédikanir og pistlar
sunnudagur eftir trinitatis:Þriðja lestraröðLexía: 1Sam 20.35-43Morguninn eftir gekk Jónatan út á vellina eins og þeir Davíð höfðu ákveðið og hafði ungan dreng með sér. Hann sagði við drenginn: „Farðu og finndu örvarnar sem ég skýt.“ Drengurinn hljóp af stað og hann skaut ör fram hjá honum. Þegar drengurinn kom þangað sem Jónatan hafði miðað...

Ákall þjóðar og sáðkorn vonar

18.10.2021
Á þriðjudögum í október eru í Hallgrímskirkju fræðsluerindi í hádeginu um guðfræði og átrúnað. Þriðjudaginn 19. október lýkur dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson upp Jesajabók Gamla testamentisins og m.a. segir frá þakkarsálmi Hiskía konungs í 38. kafla spádómsbókarinnar. Dr. Jón Ásgeir segir frá kenningum sínum um sálminn, en hann skrifaði doktorsritgerð...

Messa 17. október kl.11:00

14.10.2021
Tuttugasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð Messa 17. október 2021 kl. 11 Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Steinar Logi Helgason. Forsöngvarar Guja Sandholt, Þorkell H. Sigfússon, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Hugi Jónsson, Einsöngur: Margrét Björk Daðadóttir Barnarstarf í...

Fyrsta guðsþjónustan í þaklausri kirkju

14.10.2021
Margir dagar ársins tengjast stórviðburðum í sögu kirkjunnar. 14. október er einn þessara daga. Þann dag árið 1962 var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Á þessum degi, 14. október árið 1962, var haldin fyrsta guðsþjónustan í kirkjuskipi Hallgrímskirkju. Til þess tíma og raunar til 1974 var messað í kór kirkjunnar. Á...