Guði sé lof - guðsþjónustur að nýju!
29.01.2022
Fréttir
Sóttvarnarreglur hafa verið rýmkaðar og helgihald gertur hafist að nýju í Hallgrímkirkju. Sunnudaginn 30. janúar verður helgistund í kirkjunni kl. 11. Guðspjall dagsins verður lesið og lagt út af því. Bænastund verður í lok stundarinnar. Enginn kór eða organisti verða í athöfninni en væntanlega margir englar! Frá og með 1. febrúar hefst hefbundið helgihald í kirkjunni, kyrrðarstundir og tónleikar. Verið velkomin.