Ólafur Teitur Guðnason skrifaði bókina Meyjarmissir eftir að Engilbjört Auðunsdóttir, kona hans, lést. Ólafur Teitur segir frá Engilbjörtu, lífi hennar, tengslum, missi og því að lifa áfram eftir makamissi.
Á allra heilagra messu í byrjun nóvember er lífið þakkað og látinna minnst í kirkjum heimsins. Það er gott að koma í kirkju, kveikja á kertum og minnast ástvina sem eru farin í himininn.
Elísabet Þórðardóttir, organisti í Laugarneskirkju, kemur fram á hádegistónleikum í tónleikaröðinni Haust í Hallgrímskirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 12:00. Hægt er að kaupa miða við innganginn og á tix.is
Sorgin er hin hlið ástarinnar. Enginn sem elskar sleppur við að syrgja. Sorg er einstaklingstengd en í frásögnum fólks af sorg er gjarna miðlað visku, möguleikum og aðferðum við að vinna með skugga lífsins. Í hádeginu á þriðjudögum í nóvember tala fjögur sem hafa miklu að miðla um ýmsa þætti þessara mikilvægu lífsverkefna. Hallgrímskirkja kl. 12 ...
Þjóðkirkjan heiðrar Hauk Guðlaugsson
Haukur Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, varð níræður á árinu, nánar til tekið 5. apríl s.l. Segja má að hann sé lifandi goðsögn í íslenskum kirkjutónlistarheimi og hefur mikill fjöldi tónlistarfólks setið við fótskör hins aldna meistara og lært af honum. Öll þau sem þekkja...