Fréttir

Á köldum klaka

22.01.2022
Fréttir
Stutt hugleiðing út frá fyrri ritningarlestri dagsins.

Auður Perla Svansdóttir - minning

18.01.2022
Fréttir
Auður Perla kom jafnan brosandi í hús. Þegar hún kom í Hallgrímskirkju til æfinga eða starfa tók hún kveðjum vel og svaraði með hlýju. Frá árinu 2008 söng Auður Perla í Mótettukór Hallgrímskirkju og tók því virkan þátt í helgihaldi og listalífi kirkjunnar. Hún varð heimamaður í safnaðarstarfinu, samverkakona starfsfólksins og góður liðsmaður. Fyrir messur á sunnudagsmorgnum kom hún með bros á vör, lagði gott til og hélt svo hátíð í hliði himinsins. Auður Perla var traust og því kjörin til formennsku í kórnum. Hún var lausnamiðuð, lagin og ábyrg. Auður Perla lést 6. janúar síðastliðinn aðeins 52 ára. Hennar er sárt saknað. Fyrir hönd Hallgrímskirkju þökkum við allt sem Auður Perla lagði til Hallgrímskirkju. Við biðjum góðan Guð að varðveita hana og styrkja ástvini hennar og okkur öll. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson

Aqua vitae – foss

16.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Hvað þýðir svona texti? Getum við lært eitthvað af honum? Er Jesús í Kanasögunni meðvirkur barþjónn? Nei, málið er dýpra en svo yfirborðsleg túlkun. Vissulega voru þau til sem mislíkaði að Jesús væri glaður og til í gleðskap. Hann var uppnefndur vínsvelgur og gleðipinni. Sagan fjallar um annað en vínnotkun.

Kór Hallgrímskirkju - raddprufur

15.01.2022
Fréttir
Raddprufur Kórs Hallgrímskirkju verða í lok jan úar. Gerð er krafa um fyrri kórreynslu og færni í nótnalestri. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi kórsins vinsamlegast hafi samband við stjórnanda kórsins, sem er Steinar Logi Helgaon, fyrir 23. Janúar 2022. Netfangið er kor@hallgrimskirkja.is

Messufall vegna sóttvarnaaðgerða

12.01.2022
Fréttir
Guðsþjónustur og tónleikar falla niður í Hallgrímskirkju frá og með áramótum þar til annað verður ákveðið. Biskup Íslands hefur óskað eftir að fólki verði ekki stefnt til kirknanna til opinbers helgihalds vegna COVID-19.

Nýtt upphaf

10.01.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Skírn í fortíð og nútíð. Hvað hefur breyst og hvað ekki.

Bull, ergelsi og pirra

05.01.2022
Prédikanir og pistlar, Helgihald, Kirkjustarf, erindi jólanna
Hverjir voru vitringarnir í jólasögunni? Hvaða hlutverki þjónuðu þeir? Og hafa þeir einhverja merkingu fyrir okkur og samtíð okkar?

Jól í Hallgrímskirkju - upptökur

02.01.2022
Fréttir
Streymt var frá helgihaldi Hallgrímskirkju á aðfangadegi og jóladag 2021. Hægt er að nálgast þessar athafnir á síðu Hallgrímskirkju á youtube og hlekkirnir eru hér að neðan. Aðfangadagur kl. 18 - streymi að baki þessari smellu. Jólanótt. Hlekkur á streymi guðsþjónustu aðfangadagsins kl. 23.30 að baki þessari smellu. Hátíðarguðsþjónusta á jóladag - streymi að baki þessari smellu.

Opunartími - opening hours

30.12.2021
Fréttir
Frá og með 2. janúar, 2022, gildir venjulegur opnunartími - þ.e. kl. 10-17. Allt helgihald og tónleikar falla niður um óákveðinn tíma vegna sóttvarnaaðgerða. Information: www.hallgrimskirkja.is The church is open 10-17. All Services and Concerts have been canceled due to COVID-19.