Fréttir

Ástin í Passíusálmum: Guðríður, Hallgrímur og Steinunn

07.03.2021
Ástarsaga Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur er einn frægasti ástarsmellur Íslandssögunnar. Hvaða áhrif höfðu ástir þeirra á efni Passíusálmanna og ljóðagerð höfundarins? Steinunn B. Jóhannesdóttir þekkir manna best sögu Guðríðar og Hallgríms. Hún hefur skrifað áhrifaríkar bækur, leikrit og ritgerðir um þau. Steinunn segir frá og...

Passíusálmar í hádeginu

07.03.2021
Hallgrímur Pétursson var aðalpoppari Íslendinga í þrjár aldir. Hann hefur jafnvel verið kallaður fimmti guðspjallamaðurinn. Passíusálmarnir sem hann samdi hafa verið sungnir og lesnir á föstutímanum fyrir páska. Af því sálmarnir voru fyrir lifendur voru þeir gjarnan lagðir á brjóst látinna. Þeir voru Íslandsguðspjall. Eiga þessir sálmar enn...

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 7. mars

04.03.2021
Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er á sunnudagin kemur og hann er haldinn hátíðlegur á hverju ári fyrsta sunnudaginn í mars. Það er haldið upp á daginn í mörgum kirkjum landsins og á sunnudaginn verður fjölskylduguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Æskulýðsdagurinn minnir okkur á allt barna- og unglingastarf í kirkjunum. Fiðlunemendur Lilju Hjaltadóttur...

Barnið í garðinum

28.02.2021
Við prestarnir lifum ekki bara frá degi til dags heldur líka frá sunnudegi til sunnudags. Í byrjun vikunnar förum við gjarnan að skoða texta næsta sunnudags, þrennuna sem eru lexía, pistill og guðspjall. Í samráði við organistann veljum við svo sálma næsta helgidags. Þegar við Björn Steinar vorum búnir að ræða saman um sálmana á mánudeginum fór ég...

Ástin í Passíusálmunum

27.02.2021
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru tengdir föstunni, tímanum fyrir páska, enda fjalla sálmarnir um píslargöngu Jesú Krists. Er einhver ást, ástarþema eða ástarsaga í þessum sálmum. Sigurður Árni Þórðarson fjallar um ástina í Passíusálmunum þriðjudaginn 2. mars kl. 12,15 í Suðursal Hallgrímskirkju. Þessari fræðslusamveru verður ekki streymt en...

Barnið í garðinum - og nýtt líf

26.02.2021
Guðsþjónusta og barnastarf í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. febrúar 2021 kl. 11. 2. sunnudagur í föstu. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir...

Kirkjulífið og sóttvarnir eftir 24. febrúar 2021

26.02.2021
Ný reglugerð um samkomutakmarkanir hefur verið sett. Reglur og rammar sem varða starf Hallgrímskirkju eru hér að neðan. Gildistíminn er 24. febrúar – 17. mars 2021. Helgiathafnir í kirkjuskipi Hallgrímskirkju 200 hámarksfjöldi í helgiathöfnum (þmt guðsþjónustur, helgistundir, fræðslusamverur, útfarir, fermingar og aðrar athafnir). Tryggt sé...

Baráttukonur í Biblíunni, fyrirlestur í Hallgrímskirkju 23. febrúar

22.02.2021
Á  morgun, þriðjudag kl. 12.15, fjallar Irma Sjöfn Óskarsdóttir um Maríu í fyrirlestri um baráttukonur í Biblíunni í Suðursal Hallgrímskirkju. Yfirskrift fyrirlestursins er "María, unglingurinn sem breytti heiminum"   Þar verður fjallað um sögu Maríu eða Mirjam, ungu konunnar sem sagði já við jái Guðs og varð móðir Jesú Krists. Hver var hún og...

Steinunn les og Hrafnkell spilar

22.02.2021
Passíusálmar eru kjarnafæða fyrir andlegt líf og félagslega heill. Á rás 1 á RÚV les Steinunn Jóhannesdóttir passíusálmana eftir kvöldfréttir kl. 22. En svo les hún 19. passíusálm í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12. Á undan og eftir lestrinum leikur Hrafnkell Karlsson á orgelið. Svo verður Biblíufræðsla í Suðursal eftir...