Fréttir

Guðsþjónusta sunnudaginn 21.febrúar

20.02.2021
Á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar,  er guðsþjónusta og barnastarf  kl. 11.00. Sungnir verða sálmar eftir konur, bæði lög og textar. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónunum.  Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða söng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Rósu...

Dekraðu nú við ástina!

16.02.2021
„Það er gott að elska.“ syngur þjóðarpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er alls staðar. Í dag er Valentínusardagur og auglýsendur heimsins magna upp ástarbrímann og hvetja alla að dekra ástina. Tilboðunum rignir yfir, gistitilboð á hótel Sigló eða góðgæti á...

150, sóttvarnir og helgihald

16.02.2021
Eftir 7. febrúar 2021 mega allt að 150 manns vera í helgiathöfnum í kirkjum landsins. Helgiathafnir eru ma.a. guðsþjónustur, helgistundir, útfarir og fermingar. Grímuskylda skal virt og nálægðartakmörk. Reglugerðina má nálgast að baki þessari smellu og hún gildir til 3. mars nema annað verði ákveðið. Til að skýra hverjar reglurnar eru og viðmiðin...

Fræðsluerindi um systurnar Mörtu og Maríu í Betaníu

15.02.2021
Við heimsækjum Mörtu og María í Betaníu í fræðslufyrirlestri í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12.15. Við þekkjum þær sem lærisveina og postula, systur, vinkonur Jesú og veisluhaldara. Irma Sjöfn Óskarsdóttir  og Sigrún Óskarsdóttir fjalla um systurnar. Við lítum einnig við í eldhúsinu þeirra og kíkjum á hvað var í boði þegar gesti...

Velkomin í kirkju!

12.02.2021
Guðsþjónusta og barnastarf verður í Hallgrímskirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 11. Hallgrímskirkja hefur verið opin allan COVID-tímann þótt guðsþjónustur og tónleikar hafi fallið niður í nær hálft ár og söfnuðurinn hafi orðið að sætta sig við rafrænt helgihald á netinu eða í sjónvarpi eða hljóðvarpi. En margir hafa þó komið í kirkjuna, sótt í...

Ég í sunnudagaskólann fer

10.02.2021
https://www.youtube.com/watch?v=iMfPP9f_43s

"..og ég vil líkjast Rut"

07.02.2021
Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 12.05 halda áfram fræðslufyrirlestrar í Hallgrímskirkju um baráttukonur í Biblíunni.  Þá verður fjallað um Rut sem sagt er frá í samnefndu riti í Biblíunni. Biblían segir okkur hetjusögur, átakasögur og hversdagssögur úr lífi ótal kvenna og Rutarbók í Gamla testamentinu segir eina slíka. Rut var vafalaust "sönn og...

Á Biblíudegi

07.02.2021
Þitt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér bestan fengum. Oss liðnum veit til lofs það sé, að ljós við þess vér gengum. Það hreystir hug í neyð, það huggar sál í deyð. Lát börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss. Ó, gef það glatist engum. Grundtvig - Sb. 1871 - Helgi Hálfdánarson Sálmur 300 í Sálmabók...

Passíusálmar kl. 12

03.02.2021
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru víða lesnir á föstunni, t.d. á rás 1 á RÚV, í kirkjum og í heimahúsum. Í Hallgrímskirkju verða sálmarnir lesnir á þessari föstu í hádeginu kl. 12 alla daga nema á laugardögum og þriðjudögum. Passíusálmarnir hafa um aldir verið notaðir af Íslendingum til íhugunar á merkingu krossferils Krists og inntaki...