Fréttir: Janúar 2024

Kyndilmessa - Ljósganga frá Hallgrímskirkju í Dómkirkjuna í Reykjavík

31.01.2024
Kyndilmessa - Ljósganga frá Hallgrímskirkju í Dómkirkjuna í Reykjavík.   Stundin hefst á bænastund í Hallgrímskirkju kl. 17:30 og svo fer ljósaganga niður Skólavörðustíg leggur af stað um 17.45.Stundinni lýkur með helgistund í Dómkirkjunni.   Borin verða lifandi ljós milli kirknanna í luktum.Ljósin tendruð í Hallgrímskirkju og...

Hallgrímssókn auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar við Hallgrímskirkju.

30.01.2024
Hallgrímssókn auglýsir laust til umsóknar starf kirkjuvarðar við Hallgrímskirkju. Hallgrímskirkja er stærsta kirkja landsins og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins hún er einnig sóknarkirkja með öflugt og mikið helgi- og tónleikahald. Starfsvið kirkjuvarða er margvíslegt og felst m.a. í umsjón með kirkju og búnaði hennar, undirbúningi...

Upphaf tónleikaraðarinnar Vetur & vor í Hallgrímskirkju '24 / Cantoque syngur Þorkel

28.01.2024
Tónleikaröðin Vetur & vor í Hallgrímskirkju '24 hefst í dag sunnudaginn 28. janúar kl. 17 með tónleikunum Cantoque syngur Þorkel í samstarfi við Myrka Músíkdaga þar sem sönghópurinn Cantoque Ensemble flytur efnisskrá helgaða kórtónlist Þorkels Sigurbjörnssonar. Stjórnandi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason. Þorkell Sigurbjörnsson (16....

Tónleikar á fæðingardegi W. A. Mozart

23.01.2024
Reykjavíkurborg býður á tónleika á fæðingardegi W.A.Mozart laugardaginn 27. janúar kl. 14.00 í Hallgrímskirkju. Á efnisskránni eru 9 kirkjusónötur fyrir 2 fiðlur, selló, kontrabassa og orgel. Flytjendur eru Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttirfiðluleikarar, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Hávarður Tryggvasonkontrabassi og Erla Rut...

Fermingarfræðsla í Hallgrímskirkju hefst á morgun - nokkur pláss laus!

16.01.2024
Fermingarfræðsla hefst aftur á nýju ári í Hallgrímskirkju á morgun, miðvikudaginn 17. janúar kl. 15.00. Enn eru nokkur pláss laus í hópnum. Skráning er rafræn og hægt að nálgast skráningarsíðu að baki þessari smellu. Einnig má hafa samband við presta kirkjunnar:Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur - 771 8200Sr. Eiríkur Jóhannsson - 864...

Fjölbreytt tónleikadagsskrá á vegum Hallgrímskirkju fram á vor.

11.01.2024
Fjölbreytt tónleikadagsskrá verður á vegum Hallgrímskirkju fram á vor undir yfirskriftinni Hallgrímskirkja Tónleikar Vetur & Vor 2024. Tónleikaröðin hefst sunnudaginn 28. janúar kl. 17 með tónleikunum Cantoque syngur Þorkel í samstarfi við Myrka Músíkdaga þar sem sönghópurinn Cantoque Ensemble flytur efnisskrá helgaða kórtónlist Þorkels...

Safnaðarstarf í Hallgrímskirkju hafið á nýju ári!

06.01.2024
Safnaðarstarf í Hallgrímskirkju á nýju ári! Messað alla sunnudaga kl. 11Sunnudagaskólinn: Hefst sunnudaginn 7. janúar kl. 11.Ensk messa kl. 14 síðasta sunnudag í mánuði.Hádegisbænir: Alla mánudaga kl. 12:00. Sigrún V. Ásgeirsdóttir leiðir og er stundin við Maríualtari inn í kirkju.Miðvikudagsmessa: Alla miðvikudaga í kór kirkjunnar kl. 10. Létt...

Sunnudagaskólinn hefst aftur 7. janúar '24 kl. 11.00

05.01.2024
Upptaktur að sunnudagaskóla 2024 sunnudaginn 7. janúar kl. 11.00 Sunnudagaskólinn hefst í messu í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum inn í Suðursal og eiga skemmtilega stund saman. Ýmislegt skemmtilegt er brallað, t.d. leikir, bænir, biblíusaga, söngur og föndur sem tengist sögu og boðskap dagsins. Í lok stundarinnar er boðið upp á...

Þakkarávarp sóknarprests Hallgrímskirkju á Nýársdag, 01. 01. 2024

02.01.2024
Gleðilegt ár kæri söfnuður og hjartans þakkir fyrir samstarf á liðnu ári. Traust ykkar, hlýju og nærveru, og allt það sem þið gefið í tilbeiðslu og líf þessa safnaðar hér í Hallgrímskirkju þar sem iðar af lífi frá morgni til kvölds. Þar sem tónar orgels og radda leita hæða og lofa Guð. Orðin falla eða eru skrifuð á blað og við biðjum Guð að blessa...