Fréttir

Kyrrðarstund

24.10.2018
Fimmtudaginn 25. október er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, ljúft orgelspil og stutt hugleiðing ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Eftir kyrrðarstundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Foreldramorgnar

23.10.2018
Á hverjum miðvikudegi eru foreldramorgnar í kórkjallaranum kl. 10 – 12. Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krúttin sín. Sungið og spjallað í góðu samfélagi. Inga Harðardóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir taka vel á móti ykkur.

Árdegismessa

23.10.2018
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Gísli Sigurðsson um Biblíuna

23.10.2018
Hvenær: Miðvikudagur 24. október kl. 12. Hvar: Hallgrímskirkja norðursalur. Hvaða minningar á Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor, um Biblíuna? Hvernig metur hann gildi hennar? Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað gegnir hlutverki að í menningu samtíðar? Í haust mun hópur fólks tala um...

Hádegisbæn

21.10.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.15. Verið hjartanlega velkomin.

Om att crossträna tron

21.10.2018
Ræða dr. Antje Jckelén, erkibiskups, í Hallgrímskirkju 21. oktober, 2018: Det är en stor glädje att få samlas till gudstjänst tillsammans med er idag i detta fantastiska kyrkorum. Jag kommer med hälsningar från er systerkyrka, Svenska kyrkan. Den konkreta anledning som har fört mig hit idag är deltagandet i Arctic Circle Assembly. Som...

Guð tjáir sig í kartöflum og eplum

18.10.2018
Hvernig tekur þú við gjöfum? Hvaða merkingu hafa gjafir og hvernig bregstu við þeim? Ég var í Tallinn í Eistlandi liðna helgi. Borgin er heillandi og hefur fríkkað og braggast eftir sjúkdómstíma kommúnismans. Þetta get ég sagt því ég sótti hana heim á sovéttímanum árið 1990 – og þrisvarsíðan. Það er gaman að ganga um gamla bæinn og sjá hvernig...

Erkibiskup Svía prédikar í Hallgrímskirkju

18.10.2018
Dr. Antje Jackelén prédikar í Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. október. Tilefni komu erkibiskupsins er fundur norrænna biskupa á Íslandi sem og þátttaka í ráðstefnunni Arctic Circle. Frá 2014 hefur Antje Jackelén verið höfuðbiskup sænsku evangelísk-lúthersku kirkjunnar. Áður þjónaði hún sem prestur í Stokkhólmi og Lundbiskupsdæmi. Hún lauk...

Messa, barnastarf og erkibiskup - sunnudaginn 21. október kl. 11

18.10.2018
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari ásamt messuþjónum. Dr. Antje Jackelén, erkibiskup, prédikar og fulltrúar úr samstarfsnefnd kristinna trúfélaga lesa texta. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur blessun. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón...