Fréttir

Ljósberi Hallgrímskirkju - Verði ljós

18.09.2018
Í Hallgrímskirkju er ljósberi með sætum fyrir bænakerti. Þangað leitar fólk og kveikir á kertum, vitjar ástvina í huganum og biður bænir. Á hnattlaga ljósberanum eru sæti fyrir 61 bænakerti. Í honum miðjum er stórt kerti sem er tákn fyrir heimsljós Guðs, Jesú Krist. Hallgrímskirkja er ekki aðeins mest myndaða hús og fjölsóttasti...

Sungið fyrir keppnisferð til Lettlands

14.09.2018
Mótettukórinn undirbýr þátttöku í alþjóðlegu kórakeppninni International Baltic Sea Choir Competition í Lettlandi, þar sem kórinn fær að syngja meðal frábærra kóra frá Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Litháen, Finnlandi og Indónesíu. Keppnin verður haldin í þriðja sinn í ár og fer fram dagana 21.–23. september, en eingöngu...

Vel mætt í kyrrðarstund og súpu

14.09.2018
Það var vel mætt í fyrstu kyrrðarstundina eftir sumarfrí í hádeginu gær. Björn Steinar Sólbergsson lék ljúfa tóna á orgelið og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flutti hugvekju og bæn. Að kyrrðarstund lokinni var boðið upp á súpu, brauð og kaffi í Suðursal við góðar undirtektir gesta.

Dagur íslenskrar náttúru og messan

13.09.2018
Elskum við náttúruna? Er nátturan náungi okkar? Sunnudagurinn 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Barnastarfið og messan verða kl. 11 og náttúrutengsl okkar verða íhuguð. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari og prédika í samtalsprédikun. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson....

Kyrrðarstundir hefjast á morgun

12.09.2018
Hinar vikulegu kyrrðarstundir hefjast eftir sumarfrí á morgun, fimmtudaginn 13. september, kl 12:00 í Hallgrímskirkju. Súpa, brauð og kaffi verða borin fram í Suðursal að lokinni kyrrðarstundinni. Allir velkomnir.  

Góðir gestir í Hallgrímskirkju

12.09.2018
Það var fjöldi góðra gesta í messunni í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup annaðist þjónustuna ásamt prestinum okkar, sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Organistar í messunni voru Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju, Jónas Þórir organisti Bústaðakirkju og Marit Agnes Nordahl Nergaard sem lék...

Kyrrðarstund

11.09.2018
Fimmtudaginn 13. september  er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Björn Steinar. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa á miðvikudögum

11.09.2018
Góð leið til þess að byrja daginn, árdegismessa kl. 8 á miðvikudögum. Sungið, beðið og hlýtt á stutta hugleiðingu í góðu samfélagi. Prestar og messuþjónar þjóna. Morgunmatur og kaffi eftir messu. sólarupprás Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf 9. september 2018, kl.11

07.09.2018
Messa og barnastarf 9. september 2018, kl.11 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og hópi messuþjóna. Félagar úr mótettukór Hallgrímskirkju og kór Bústaðakirkju syngja. Fluttir verða sálmar eftir Trond Kverno. Stjórnendur Trond Kverno, og Hörður Áskelsson. Organistar eru Hörður...