Fréttir

Árdegismessa

16.04.2018
Á miðvikudagsmorgun kl. 8 eru árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

13.04.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Næsta þriðjudag mun sr. Birgir Ásgeirsson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

13.04.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.

Messa og barnastarf 15. apríl kl. 11

13.04.2018
Messa og barnastarf 15. apríl 2018 kl. 11 Annar sunnudagur eftir páska Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með barnastarfi hafa Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir. Ritningarlestrar: Esk...

Aðalfundur kvenfélags Hallgrímskirkju

10.04.2018
Aðalfundur kvenfélags Hallgrímskirkju Aðalfundur kvenfélags Hallgrímskirkju verður haldinn í hliðarsal kirkjunnar fimmtudaginn 12. apríl kl. 18.30. Athugið að um aðalfund fyrir tvö ár er að ræða, 2016 og 2017. Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um vorferð félagsins. Súpa og brauð. Stjórnin

Kyrrðarstund

10.04.2018
Fimmtudaginn 12. apríl er kyrrðarstund í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir leiðir stundina og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir stundina er svo seld súpa og brauð í Suðursal kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin.

Árdegismessa

09.04.2018
Á miðvikudagsmorgun kl. 8 er árdegismessa í Hallgrímskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

06.04.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Næsta þriðjudag mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

06.04.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.