Fréttir

Hádegisbæn á mánudögum

11.03.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst nú á nýjum tíma kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.

Kirkjan opnar seinna á mánudaginn og lokar fyrr vegna athafna

09.03.2018
Mánudaginn 12. mars mun kirkjan opna seinna en venjulega. Hún opnar kl. 10 og mun loka kl. 14 vegna athafna.   

ÁKALL- föstutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars kl. 17

09.03.2018
Sérlega fallegir og áhrifamiklir tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars nk. kl. 17.   Efnisskrá föstutónleika Mótettukórsins undir yfirskriftinni Ákall er samansett af áhrifaríkum trúarlegum kórverkum sem fjalla um missi, sorg, bæn og huggun í skugga krossins á árstíma píslarsögu Krists...

Messa og barnastarf 11. mars kl. 11

09.03.2018
Messa og barnastarf í Hallgrímskirkju 11. mars 2018 kl. 11 Fjórði sunnudagur í föstu Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. George Mason University Singers og félagar úr National Philharmonic Chorale syngja. Dr. Stan Engebretson, stjórnandi. Jane Moore Kaye,...

Kyrrðarstund

07.03.2018
  Á fimmtudögum eru kyrrðarstundir í hádeginu kl. 12. Stundin er í hálftíma, inniheldur ljúft orgelspil og stutta hugleiðingu ásamt bæn. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina um mun fjalla að þessu sinni um Passíusálm nr. 32. Einnig mun eistneska söngkonan Tui Hirv syngja sálma frá Eistlandi og verkið My heart's in the Highlands eftir...

Hádegiserindi

05.03.2018
Næstu miðvikudaga verða hádegiserindi kl. 12 í Suðursal Hallgrímskirkju. Eftir erindin verður opið fyrir umræðu og spurningum. Allir eru velkomnir. 07.03. MÓT RÍSANDI SÓL INGA HARÐARDÓTTIR GUÐFÆÐINGUR TALAR UM TILGANGSLEYSI OG TENGSL Í LJÓÐUM STEFÁNS HARÐAR GRÍMSSONAR SKÁLDS. 14.03. ,,…SEM LJÚFUR SUMARVINDUR…“ HJALTI HUGASON PRÓFESSOR Í...

Árdegismessa

05.03.2018
Á miðvikudagsmorgnum kl. 8 eru árdegismessur í Hallgrímskirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Eftir messu er morgunverður og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir, góð leið til þess að byrja daginn snemma.

Fyrirbænamessa í kórkjallara

05.03.2018
Á þriðjudögum kl. 10.30 – 12 er fyrirbænamessa í kórkjallaranum. Á morgun mun sr. Birgir Ásgeirsson leiða stundina. Hægt er að senda inn fyrirbænir með því að hringja í kirkjuna s: 510 1000 milli kl. 9-17. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin.

Hádegisbæn

04.03.2018
Í hádeginu á mánudögum leiðir Sigrún Ásgeirsdóttir bænastund hjá Maríumyndinni inn í kirkju. Stundin hefst nú á nýjum tíma kl. 12.10. Verið hjartanlega velkomin.