Fréttir

Fullt út úr dyrum á Iceland Airwaves

06.11.2022
Fréttir
Hallgrímskirkja er komin í formlegt samstarf við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem „Partner-venue“Tvennir tónleikar voru sl. helgi, orgeltónleikar Kristjáns Hrannars Pálssonar á föstudagskvöld og svo hádegistónleikar tónlistarhópsins Umbra ensemble á laugardag.Óhætt er að fullyrða að þetta samstrarf fór afar vel af stað, frábærir tónleikar og...

Ný lýsing frumsýnd

01.11.2022
Fréttir
Ný lýsing var frumsýnd í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 27. október 2022 við skemmtilega athöfn. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir bauð gesti velkomna og flutti bæn og blessun. Að svo búnu söng Sólbjörg Björnsdóttir sálm áður en Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri flutti stutta tölu og þakkarávarp. Loks tók lýsingarhönnuðurinn, Örn Erlendsson, við og...

Fyrirlestur um ástina, missi og umbreytingarmátt ljóðlistarinnar

29.10.2022
Fréttir
Þriðjudaginn 1.nóvember kl. 12.10 – 13.00 flytur Alda Björk Valdimarsdóttir, prófessor og ljóðskáld erindið: "Án ástarinnar væri maðurinn einn."

Drengjakór Herning kirkjunnar í Danmörku á tónleikum sunnudaginn 16. október kl. 12.30

12.10.2022
Fréttir
Drengjakór Herning kirkjunnar (Danmörk) syngur á tónleikum í Hallgrímskirkju sunnudaginn 16. október kl. 12.30. Kórinn tekur einnig þátt í messu sunnudagsins. Drengjakór Herning kirkju er einn af elstu kórum Danmerkur og aðeins annar af tveimur atvinnukórum í Skandinavíu. Saga kórsins nær allt aftur til ársins 1949, þegar hann var stofnaður af...

Vel heppnuð Orgelhátíð barnanna

04.10.2022
Fréttir
Dagana 25. sept. til 1. okt. var Orgelkrakkahátíð haldin í Reykjavík.

Orgelhátíð barnanna á laugardaginn, 1. okt.

29.09.2022
Fréttir
Á laugardaginn kemur verður Orgelhátíð barnanna í Hallgrímskirkju.

Gjöf Grímseyinga endurgoldin

23.09.2022
Fréttir
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í Miðgarðakirkju sem verið er að reisa í Grímsey. Kirkjan sem fyrir var brann til grunna að kvöldi 21. septembers 2021. Kirkjuklukkurnar tvær úr bronsi í Miðgarðakirkju bráðnuðu í eldinum þannig að ekkert varð eftir heillegt nema kólfarnir sem eru úr járni. Haustið eftir brunann efndi Hallgrímskirkja til samskota vegna kirkjubyggingar í Grímsey í þremur messum

Ungverski kórinn Gaude syngur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju.

19.09.2022
Fréttir
Ungverski kórinn Gaude syngur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 21. september kl 12. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.   Áhugamannakórinn Gaude var stofnaður árið 2000 í bænum Göd við útjaðri Búdapest. Söngelskt fólk úr öllum áttum, kennarar, myndlistarmenn, háskólanemar, verkafólk og sendiherra í röðum hans undir...

Lespúlt afhent Hallgrímskirkju í minningu Sigurðar Bjarnasonar

19.09.2022
Fréttir
Við fjölskylduguðsþjónustu 18. september var Hallgrímskirkju fært að gjöf fallegt ræðupúlt í minningu Sigurðar Bjarnasonar.Ásu Guðjónsdóttir, ekkja Sigurðar og börn þeirra Margrét Salvör, Guðjón Rúnar og Bjarni afhentu púltið og strax á eftir lásu Ása og Margrét Salvör ritningalestra sunnudagsins.