Laugardaginn 3. desember s.l. fór fram orgelmaraþon 12 organista til að fagna 30 ára vígsluafmæli Klais orgels Hallgrímskirkju og 200 fæðingarafmæli tónskáldsins César Franck. Maraþonið stóð yfir í 3 klst og streymdu tónleikagestir inn allan tímann og má ætla að yfir 600 manns hafi sótt viðburðinn.
Tónleikarnir voru í samstarfi Hallgrímskirkju og...
Í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Klais orgelsins í Hallgrímskirkju og 200 ára fæðingarafmælis César Franck heiðra 12 organistar minningu eins áhrifamesta tónskálds orgeltónbókmenntanna með heildarflutningi orgelverka tónskáldsins og er þetta í fyrsta skipti á Íslandi að öll orgelverk César Francks eru flutt í heild.
Heiðursgestur tónleikanna er...
Inni- og útilýsing Hallgrímskirkju hlaut alþjóðleg verðlaun í tveimur flokkum LIT lýsingarverðlaunanna sem tilkynnt var um í gær, 24. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir þau verkefni sem þykja skara fram úr á heimsvísu fyrir frumlega og vel heppnaða hönnun.
Liska ehf. vann til verðlauna fyrir lýsingu Hallgrímskirkju í flokkunum...
Í Hallgrímskirkju og Dómkirkjunni eru kvöldkirkjur hálfsmánaðarlega. Í kvöldkirkjunni í Hallgrímskirkju 24. nóvember leikur Árni Grétar, Futurechager. Prestar og starfsfólk Hallgrímskirkju og Dómkirkju sjá um örhugvekjur. Í Dómkirkjunni næst föstudaginn 10. desember kl. 20-22 og í Hallgrímskirkju á Þorláksmessu, 23 desember, frá kl. 20-22. Íhuganir, kyrrð og tónlist.
Aðventu og jólatónleikaröðin hefst með tónleikum Kórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. nóvember kl. 17 sem bera yfirskriftina BACH Á AÐVENTUNNI.
Öll verkin á tónleikunum eru eftir Johann Sebastian Bach og er aðalverkefnið kantatan Nun komm, der Heiden Heiland BWV 61 fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Kantatan verður einnig flutt í...