Tré í kirkju og pálminn í Hallgrímskirkju
10.04.2022
Prédikanir og pistlar, Fréttir
Á pálmasunnudegi ættum við að leggja niður okkar eigin pálma og eigin blekkingar og opna augun fyrir djúpmálum lífsins. Nú hefst tími íhugunar á lífsdrama kristninnar sem eiginlega er um okkur, líf okkar og val. Ekkert okkar er án vanda og áfalla, en sagan er þó um að lífið er gott, Guð er nærri og sagan endar gæfulega. Af hverju er tré í kirkju?