Ástin í Hallgrímskirkju !
04.09.2022
Fréttir
„Það er gott að elska“ söng þjóðpopparinn Bubbi. „All you need is love“ sungu Bítlarnir. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ söng Páll postuli. Ástin er margvísleg, ást til maka, barna, foreldra, eigin sjálfs, náttúrunnar og Guðs. Ást syngur í lífsgleði en líka í sorg. Í hádeginu á þriðjudögum í Hallgrímskirkju verður rætt um ástina í fjölskyldum, ógnir og tækifæri. Samverurnar verða kl. 12.10-13:00 í Suðursal kirkjunnar.