Kór Clare College í messunni 19. september
17.09.2021
Barnastarf og messan í Hallgrímskirkju byrja kl. 11 í kirkjunni. Í prédikun verður rætt um sögupersónuna Lasarus og nútíma-lasarusa. Séra Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organistar eru Björn Steinar Sólbergsson, George Gillow og Samuel Jones. Kór Clare College í Cambridge syngur undir stjórn Graham Ross....