Fréttir

"..og ég vil líkjast Rut"

07.02.2021
Þriðjudaginn 9. febrúar kl. 12.05 halda áfram fræðslufyrirlestrar í Hallgrímskirkju um baráttukonur í Biblíunni.  Þá verður fjallað um Rut sem sagt er frá í samnefndu riti í Biblíunni. Biblían segir okkur hetjusögur, átakasögur og hversdagssögur úr lífi ótal kvenna og Rutarbók í Gamla testamentinu segir eina slíka. Rut var vafalaust "sönn og...

Á Biblíudegi

07.02.2021
Þitt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér bestan fengum. Oss liðnum veit til lofs það sé, að ljós við þess vér gengum. Það hreystir hug í neyð, það huggar sál í deyð. Lát börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss. Ó, gef það glatist engum. Grundtvig - Sb. 1871 - Helgi Hálfdánarson Sálmur 300 í Sálmabók...

Passíusálmar kl. 12

03.02.2021
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru víða lesnir á föstunni, t.d. á rás 1 á RÚV, í kirkjum og í heimahúsum. Í Hallgrímskirkju verða sálmarnir lesnir á þessari föstu í hádeginu kl. 12 alla daga nema á laugardögum og þriðjudögum. Passíusálmarnir hafa um aldir verið notaðir af Íslendingum til íhugunar á merkingu krossferils Krists og inntaki...

Baráttukonur í Biblíunni

30.01.2021
Næstkomandi þriðjudag, 2. febrúar, tökum við upp þráðinn hér í Hallgrímskirkju þar sem frá var horfið í október í fræðsluerindum presta Hallgrímskirkju .  En aðstæður vegna Covidfaraldurs setja okkur takmörk enn um sinn svo fræðslunni verður streymt á Facebooksíðu kirkjunnar og hefst kl. 12.05  næsta þriðjudag. Efni fræðslunnar að þessu sinni er...

Kristaltært

30.01.2021
Á röltinu enn og aftur meðfram Elliðaánum.  Ferðalögin okkar eru einfaldari en áður, nær okkur.  Gætum þegið sól og suðræna sanda og sérstaklega  þegar allt er í frostböndum nema hugurinn sem getur farið víða rétt eins og hið rennandi vatn. Tært, kristaltært eins og skírnarvatn í skál.  Náttúran, kirkjan, skírn og hin gegnsæju skil milli himins og...

Fögnuður í frelsishöllinni

29.01.2021
„Gleðilega hátíð.“ Það voru kveðjurnar sem hljómuðu þegar prestar Hallgrímskirkju komu á Droplaugarstaði. Það var sannarlega tilefni til gleðilegra ávarpa. Við vorum komin til að halda guðsþjónustu fyrir heimilisfólk og starfsfólk á stórheimilinu við Snorrabrautina. Fólkið á Droplaugarstöðum hefur ekki fengið að hittast vegna heimsfaraldurs og...

Lifandi vatn

27.01.2021
Hér að neðan er styttur fyrirlestur Sigurðar Árna Þórðarsonar í Hallgrímskirkju um vatn, vatnssókn kvenna í heiminum og samversku konuna sem Jesús talaði við. Lesturinn birtist einnig sem grein í 51. hefti Ritraðar Guðfræðistofnunar og hægt er að nálgast greinina að baki þessari smellu. Lifandi vatn Vatn er þungi kvenna veraldar. Konur og...

Opið bænahús og beint samband

27.01.2021
Hallgrímskirkja er hlið himins og margir koma í kirkjuna til að biðja. Þessar vikurnar er óheimilt að efna til guðsþjónustuhalds. En bænastundir með takmörkuðum fjölda eru í Hallgrímskirkju mánudaga til föstudaga og einnig sunnudaga kl. 12 á hádegi. Hámarksfjöldi í kirkjunni er 20 manns og biðjum við alla að virða sóttvarnarmörk og reglur. Irma...

Guði að kenna?

22.01.2021
Fjöldi fólks hvarf í svelg skriðunnar í Gjerdrum. Og Norðmenn spyrja. Af hverju? Við Íslendingar spyrjum gagnvart snjóflóðum og aurskriðum vetrarins: Af hverju? Næsta spurning er oft: Höfum við gert eitthvað af okkur? Heimsbyggðin spyr í nærri ársgömlu heimsfári: Af hverju? Voru gerð einhver mistök?  Stórar spurningar kalla á stór svör. Sum...