Fréttir

Vitringar, kóngar eða vitleysingar?

14.01.2021
Helgisöguna um vitringana sem komu til Maríu, Jósefs og Jesú á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Svona sögur á ekki að kreista því þá brotnar allt, líka skilningurinn. Þetta er ekki saga um gull, reykelsi eða myrru og ekki heldur um bull, ergelsi og pirru. Í þessu hljóðvarpi talar Sigurður Árni Þórðarson um vitringana, helgisöguna og...

Örkin og unglingar

07.01.2021
Sóttvarnarreglur hafa breyst varðandi börn og ungmenni og er nú aftur leyfilegt að vera með æskulýðsstarf. Örkin og unglingar byrja aftur á mán. 11. jan. kl. 20-21:30 og verður starfið í kórkjallara kirkjunnar. Starfið er fyrir öll ungmenni í 8.-10. bekk og er endurgjaldslaust. Fermingarfræðslan hefst sömuleiðis aftur með eðlilegum hætti og...

Börn í heimsókn

06.01.2021
Á aðventunni 2020 komu barnahópar í heimsókn í Hallgrímskirkju og fengu að heyra söguna úr Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Hóparnir fengu leiðsögn um kirkjuna hjá Kristnýju Rós Gústafsdóttur sem sagði þeim frá kirkjunni og kirkjumunum. Björn Steinar Sólbergsson organisti sagði þeim frá orgelinu og spilaði fyrir þau og þau...

Guð á vaktinni

02.01.2021
Prédikun við aftansöng á Gamlársdegi 2020 Nú hafa stjörnuaugu jólanæturinnar dofnað í ljósadýrð heimsins að sinni. Við erum við bjartsýn. Kyrrðin í fjárhúsinu hefur verið rofin og starandi augu í myrkrinu, mas og bras í kringum nýfætt barn og foreldrana.  Ungu konuna sem treysti og svo var það ungi karlmaðurin sem vissi varla sitt rjúkandi...

Nýr tími

01.01.2021
Tímaskil geta orðið ágeng og vakið miklar tilfinningar. Mér er minnistætt þegar einn drengja minna var sjö ára og yfirkominn af tímaöng. Hann fylltist af depurð yfir glötuðum tíma. Hann sá svo óskaplega eftir gamla árinu sem kæmi aldrei til baka. Hann var lostinn harmi yfir að gleðitíminn væri farinn og aldrei væri hægt að lifa hann aftur. Við...

Áramótakveðja frá Hallgrímskirkju

31.12.2020
„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Þessi upphafsorð í áramótasálmi Valdimars Briem hljóma fyrir mörgum óvenju vel nú undir lok ársins 2020. Þetta ár hefur verið óvenjulegt og undarlegt. Það hefur reynt á og það hefur kennt okkur margt. Það hefur fátt verið í eðlilegum skorðum og sést það ekki síst á því að...

Opin kirkja og kröftugt klukkuspil

30.12.2020
Aftansöng verður útvarpað á RÚV kl. 18 á gamlársdag. Vegna fjöldatakmarkana var aftansöngurinn tekinn upp milli jóla og nýárs. En þrátt fyrir að ekki sé messað er Hallgrímskirkja opin alla daga kl. 11-15. Hægt er að koma í kirkjuna og kveikja á kertum og njóta kyrrðar til íhugunar og bæna. Hádegisbænir eru mánudaga til föstudaga og á sunnudögum...

Aftansöngur á aðfangadag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut

23.12.2020
Aftansöng frá Hallgrímskirkju verður sjónvarpað á Hringbraut kl. 18 á aðfangadag og endursýndur á tveggja tíma fresti næsta sólarhringinn. Hér er hlekkur á streymi frá Hringbraut. Hallgrímskirkja Aftansöngur Aðfangadagskvöld 2020 Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sr. Sigurði Árna Þórðarsyni og Kristnýju...

Ég elska þig

22.12.2020
Fæðingarfrásaga Jesú Krists er helgisaga sem er lesin um alla heimsbyggðina á jólum. Sagan er upphafin, litrík og ævintýraleg, saga um hirða, engla og ungt par á ferð og í miklum vandræðum. Hvernig á að skilja eða túlka þessa sögu? Á hún erindi við nútímafólk? Það er engin ástæða til að taka skynsemi, gagnrýna hugsun og sjálf úr sambandi þótt við...