Fréttir

Guð – og gott samband

06.10.2020
Hvað er hægt að gera á þessum COVID-tíma hertra sóttvarnareglna? Í stað þess að láta skuggana lita sálarlífið getum við ákveðið að leggja rækt við það sem skiptir okkur máli, ástvini, hugðarefni og það sem gleður og eflir. Að fara í kirkju styrkir fólk, líka á álagstímum. Í október verður Hallgrímskirkja opin frá kl. 11-14. Vegna hertra...

Þriðjudagsfundur um vatn fellur niður

05.10.2020
Hertar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa áhrif á kirkjulífið. Fræðsluerindi Sigurðar Árna Þórðarsonar um vatn, sem vera átti í hádeginu 6. október, fellur niður.

Lifandi vatnið í guðsþjónustunni 4. október

02.10.2020
Enn er tímabil sköpunarverksins í þjóðkirkjunni. Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00 sunnudaginn 4. október. Í prédikuninni mun sr. Sigurður Árni Þórðarson tala um vatn og samtal í Jóhannesarguðspjalli um lifandi vatn. Í athöfninni aðstoða messuþjónar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða...

Orgel matineé laugardaginn 3. október kl. 12 í Hallgrímskirkju

01.10.2020
Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju leikur á Klais-orgel kirkjunnar. Á efnisskrá eru verkin Praeludium et fuga, D-dúr BWV 532 og Adante úr Tríósónötu nr. IV í e-moll BWV 528/II eftir Johann Sebastian Bach. Einnig flytur hann eftirfarandi verk eftir Felix Mendelssohn Bartholdy: Sónata nr. V í A-dúr, op. 65, Adante, Adante con moto...

Framundan í Hallgrímskirkju 1.-7. október

01.10.2020
Framundan í Hallgrímskirkju   1. október Í hádeginu á morgun, fimmtudag, verður kyrrðarstund í kirkjunni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Stundin hefst kl. 12 á því að Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur hugljúfa tóna og sr. Sigurður...

Fyrirbænastund í Hallgrímskirkju föstudaginn 2. október kl. 12

30.09.2020
Föstudaginn 2. október verður haldinn fyrirbænastund við Ljósberann í Hallgrímskirkju kl. 12

Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 1. október kl. 12

30.09.2020
Kyrrðarstund verður  í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 1. október kl. 12. Séra Sigurður Árni Þórðarsson prestur flytur  íhugun og stýrir bænagerð í upphafi stundarinnar og gegnir prestþjónustunni. Þennan fimmtudag leikur Björn Steinar Sólbergsson á orgel. Eftir kyrrðarstund verða veitingar í Suðursal Hallgrímskirkju.  

Samtal um vatn: Konan og Kristur

28.09.2020
Fyrir nokkrum árum var ég á ferð með fjölskyldu minni í Austur-Afríku. Í Eþíópíu og Keníu sá ég margar konur á ferð með vatnsbrúsa á höfðum. Margar þurftu að ganga langa leið og burðast með mikið vatn. Ef konurnar voru einhleypar þurftu þær ekki að fara nema eina ferð á dag en ef þær áttu fyrir heimili að sjá urðu þær að fara fleiri en...

Bænastundir á mánudögum kl. 12

28.09.2020
Sigrún V. Ásgeirsdóttir  mun hafa bænastundir  við  kapelluna  í Hallgrímskirkju á mánudögum kl. 12. Allir eru hjartanlega velkomnir