Fréttir

Við kveikjum á englakertinu

20.12.2020
Í dag er í 4. sunnudagur í aðventu og við kveikjum á englakertinu á aðventukransinum. Hér má sjá fjórða og síðasta þáttinn af Aðventustund barnanna sem er samstarfsverkefni nokkurra kirkna úr Reykjavíkurprófastdæmi vestra. Í þættinum má sjá barnakórsöng, biblíusögu, föndur og fleira skemmtilegt og jólalegt.

Jólaratleikur Hallgrímskirkju 2020

17.12.2020
Á sunnudaginn kemur 20. des., 4. í aðventu verður Jólaratleikur í kringum Hallgrímskirkju. Kjörin fjölskylduskemmtun á meðan við bíðum eftir jólunum. Ratleikurinn stendur yfir frá kl. 11-15 og kirkjan er opin á þeim tíma. Góða jólaskemmtun og gangi ykkur vel. https://www.youtube.com/watch?v=Q0NSET0Fn_s

75 ár Hallgrímskirkju - fyrsta skóflustungan

15.12.2020
Fyrsta skóflustungan var tekin að Hallgrímskirkju fyrir 75 árum. Sá merki viðburður vakti enga athygli og enginn fjölmiðill sendi fulltrúa sinn og því var hvergi greint frá tiltækinu og engin mynd var tekin. En kvenfélag Hallgrímskirkju lét sig það litlu varða og bakaði með gleði upp kapellu og turn stórkirkjunnar. Þökk sé þeim einbeittu konum....

Aðventustund barnanna

13.12.2020
Hér má þriðja þátt af Aðventustund barnanna. Notaleg rafræn fjölskyldustund sem býður upp á barnakórsöng, föndur og margt fleira jólalegt. Aðventustund barnanna er samstarfsverkefni kirkna úr Reykjavíkurprófastdæmi vestra sem fundu leiðir til þess að leyfa fjölskyldum að upplifa aðventustund úr kirkjunum heiman frá sér. Síðasti þátturinn...

Ljóssókn

12.12.2020
12. desember er mikilvægur og stórmerkilegur dagur í sögu okkar Íslendinga. Árið 1904 var kveikt á fyrstu perunum hér á landi. Jóhannes Reykdal gangsetti þá ljósavél í Hafnarfirði. Svo logaði á perunum á nokkrum heimilum og ljósvæðing þjóðarinnar hófst. Raflýsing hefur gerbreytt aðstæðum fólks. Raforkan skiptir okkur miklu máli og finnum það best...

Boðskapurinn að ofan

10.12.2020
Af himnum ofan boðskap ber oss, börnum jarðar, englaher. Vér fögnum þeirri fregn í trú, af fögnuð hjartans syngjum nú. Þetta er upphaf og fyrsta vers sálms Lúthers sem sunginn er um allan heim á jólum. Björn Steinar Sólbergsson lék útsetningu Wilhelm Friedrich Zakhow á orgel Hallgrímskirkju nú í vikunni. Upptakan er að baki þessari smellu....

Helgistund frá Hallgrímskirkju og Aðventustund barnanna

06.12.2020
2. sunnudagur í aðventu: „Nú kemur heimsins hjálparráð“ Þetta kunnuglega stef aðventunnar sem við bæði heyrum í tónum og orðum í dag héðan úr Hallgrímskirkju í dag er yfirskrift og efni helgistundarinnar Við orgelið er Björn Steinar Sólbergsson Einsöngvari er Ásta Marý Stefánsdóttir. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugleiðingu Nú...

Stjörnur og snjókorn í Hallgrímskirkju

01.12.2020
Fyrst voru gerðar pappírsstjörnur og þeim var komið fyrir á bekkjum kirkjunnar. En í troðningi slitnuðu þær niður og skemmdust. Erlu Elínu Hansdóttur varð því ljóst, að þær myndu ekki duga í mörg ár. Hvað var til ráða? Hún fann góða uppskrift að heklaðri stjörnu og það varð til að hún heklaði marga tugi af hvítum stjörnum. Sagan um stjörnur og...

Aðventustundir barnanna

29.11.2020
Hér má sjá fyrsta þátt Aðventustund barnanna sem er hlýr, notalegur og já, jólalegur þáttur fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Fram koma meðal annars Barnakór Langholtskirkju sem syngja inn jólaskapið. Rebbi og Mýsla missa að sjálfsögðu ekki af því og mæta í heimsókn. Aðventustund barnanna er samstarfsverkefni Áskirkju, Bústaðakirkju,...