Fréttir

Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur á níundu og síðustu tónleikum ORGELSUMARS 2020 fimmtudaginn 20. ágúst kl. 12.30

18.08.2020
Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar frá 25. júní – 20. ágúst undir heitinu ORGELSUMAR Í HALLGRÍMSKIRKJU 2020 , en vegna heimsfaraldursins varð að fresta Alþjóðlegu Orgelsumri 2020 í Hallgrímskirkju. Íslenskir organistar munu sjá til þess að Klais-orgel Hallgrímskirkju...

Kirkja Quarantine

15.08.2020
Lokanir í samkomubanni urðu til að Þórhallur Sævarsson fór að taka myndir af mannlausri borg. Hann sýndi myndirnar í Hafnartorgi. Ljósmyndirnar og orð Jesú fléttuðust saman í íhugun Sigurðar Árna í guðsþjónustunni 16. ágúst. Prédikunin er að baki þessari smellu. Myndin er frá sýningu Þórhalls í Hafnartorgi, mannlausar götur, sól og...

Tónleikar með stúlknakórnum Jitro frá Tékklandi

12.08.2020
Tékkneski stúlknakórinn JITRO heldur tónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 19. ágúst kl. 20. Kórinn samanstendur af 40 stúlkum á aldrinum 13-19 ára og hefur komið fram víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Japan, Kína og Ástralíu. Að auki hefur hann haldið um 100 tónleika víðs vegar um Evrópu. Miðaverð á tónleikana er kr....

Guðsþjónusta sunnudaginn 16. ágúst kl. 11

12.08.2020
Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Organisti er Matthías Harðarson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. 10. sunnudagur eftir þrenningarhátið Lexía: Jer 18.1-10 Orðið sem kom til Jeremía frá Drottni: Farðu nú niður í hús leirkerasmiðsins. Þar mun ég láta þig heyra orð mín. Ég gekk því...

Umboðsmaður og ráðherra

10.08.2020
Þegar farið er að skoða nánar notkun orðsins kemur í ljós að starfsheitið ráðsmaður er að hverfa úr máli og lífi fólks. Af hverju skyldi svona merkingarþrungið orð vera að hverfa? Áratugaþróun sem hægt er að kalla siðferðisþreytu. Orðið ráðsmaður er kannski týnt en hlutverkið ekki. Prédikun Sigurðar Árna frá 9. ágúst er að baki þessari...

Eyþór Franzson Wechner leikur fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30

07.08.2020
Á áttundu tónleikum Orgelsumarsins fimmtudaginn 13. ágúst kl. 12.30 leikur Eyþór Franzson Wechner organisti í Blönduósskirkju verk eftir fjögur tónskáld, Faustas Latenas, Robert Schumann, Alfred Hollins og prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Eyþór Franzson Wechner fæddist á Akranesi. Hann byrjaði að læra á píanó 7 ára gamall...

Guðsþjónusta sunnudaginn 9. ágúst kl. 11

06.08.2020
Guðsþjónusta 9. ágúst 2020, kl. 11:00 Níundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð Vinsamlegast virðið 2 m regluna. Handspritt er við kirkjudyr.   Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.  Messuþjónar aðstoða. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða...

Eyþór Ingi Jónsson á orgeltónleikum 6. ágúst kl. 12.30

04.08.2020
Á sjöundu tónleikum orgelsumars Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.30, leikur Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju fjögur verk, Passacaglia BuxWV 161 eftir Dieterich Buxtehude, Ionizations eftir Magnús Blöndal, Adagio úr Orgelsónötu eftir Gísli Jóhann Grétarsson og Passacaglia BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach....

Guðlaug

02.08.2020
Málefni kristninnar er hin slitsterka miðja samfélags okkar. Kristinn siður er til verndar lífi, fólki og sköpunarverki. Við þurfum ekki lukkuriddara sem eru sérfræðingar í spuna hliðrænna veralda heldur gildi og ábyrgð gagnvart lífi, samfélagi, náttúru sem Guð gerði svo góða. Prédikun Sigurðar Árna 2. ágúst er að baki þessari...