Fréttir

Irena Ch?ibková leikur á Alþjóðlegu orgelsumri laugardaginn 30. júní kl. 12

24.06.2018
Laugardaginn 30. júní kl. 12 er komið að fyrstu alþjóðlegu orgelstjörnu sumarsins á Alþjóðlegu orgelsumri Hallgrímskirkju. Irena Ch?ibková frá Tékklandi, sem er aðalorganisti við hina frægu Basilíku Heilags Jakobs í miðborg Prag leikur á Klaisorgel Hallgrímskirkju. Irena mun leika verk eftir Bernando Storace, Jean-Marie Plum, Konsert í h-moll...

Messa sunnudaginn 24. juní kl.11:00

22.06.2018
Fjórði sunnudagur eftir þrenningarhátíð - Jónsmessa Messa 24. júní 2018, kl. 11. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Ritningarlestrar: Slm 92.2-3, 5, 9, 1Þess...

Orgeltónleikar sunnudaginn 24. júní kl. 17:00-18:00. Björn Steinar Sólbergsson

20.06.2018
24. júní kl. 17.00: Björn Steinar Sólbergsson, orgel Björn Steinar Spilar á orgelið sunnudaginn 24. júní kl. 17 með viðameiri efnisskrá sem inniheldur hrífandi verk eftir Widor, Mendelssohn, Pál Ísólfsson og hið heimsþekkta verk Brúðkaupsdagur á Troldhaugen eftir Grieg. Miðaverð 2.500 kr. Miðasala er í kirkjunni klukkustund fyrir alla...

23. júní kl. 12.00: Björn Steinar Sólbergsson, orgeltónleikar

20.06.2018
Laugardaginn 23. júní kl. 12 leikur einn fremsti orgelleikari landsins og organisti Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson, verk eftir Bach-Vivaldi og hina frægu Gotnesku svítu Boëllmanns. Miðaverð 2.000 kr.  Johann Sebastian Bach 1685?1750 Konsert í a-moll, BWV 593 (Vivaldi) Allegro – Adagio – Allegro  Léon Boëllmann 1862?1897 Suite...

Orgel & trompet tónleikar fimmtudaginn 21. juní: Baldvin Oddsson trompetleikari og Steinar Logi Helgason organisti

19.06.2018
21. júní kl. 12.00: Baldvin Oddsson trompet & Steinar Logi Helgason orgel Fimmtudaginn 21. júní kl. 12 er svo komið að tveimur íslenskum ungstirnum, þeim Baldvini Oddssyni trompetleikara og Steinari Loga Helgasyni organista Háteigskirkju en þetta eru einu tónleikar sumarsins með trompeteinleik. Á efnisskránni verða hátíðleg verk eftir Bach,...

Hádegistónleikar Schola Cantorum miðvikudaginn 20. juní kl:12:00-12:30

19.06.2018
20. júní kl. 12.00: Schola cantorum, stjórnandi Hörður Áskelsson Hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngur á fyrstu kórtónleikum orgelsumarsins undir stjórn Harðar Áskelssonar miðvikudaginn 20. júní kl. 12. Þar gefur að heyra kórperlur eftir Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Mendelssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner og...

Orgeltónleikar Sunnudaginn 17. juní kl:17:00-18:00 : Eyþór Franzson Wechner

15.06.2018
Alla laugardaga kl. 12:00-12:30 og alla sunnudaga kl. 17:00 (frá 16. júní til 19. ágúst) leika helgargestaorganistar Hallgrímskirkju: 17. juní kl: 17:00-18:00 Orgeltónleikar: Eyþór Franzson Wechner Organisti í Blönduóskirkju leikur verk eftirAlain, Buztehude, Bach, Mozart og Saint-Saëns Miðar við innganginn (kr.2500.-)

Upphaf Alþjóðlegs orgelsumars Hallgrímskirkju laugardaginn 16. juní kl:12:00-12:30 : Eyþór Franzson Wechner

15.06.2018
Alla laugardaga kl. 12:00-12:30 og alla sunnudaga kl. 17:00 (frá 16. júní til 19. ágúst) leika helgargestaorganistar Hallgrímskirkju: Orgeltónleikar laugardaginn 16. juní kl:12:00-12:30 :  Eyþór Franzson WechnerOrganisti í Blönduóskirkju leikur verk eftir Alain, Buztehude, Bach og Mozart Miðar við innganginn (kr.2000.-)

Messa á þjóðhátíðardag

15.06.2018
Þjóðhátíðardagurinn Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hirti Pálssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Textar dagsins: Lexía: Jer 32.38-41, Pistill: 1Tím 2.1-4, Guðspjall: Matt 7.7-12 Forspil og...