Fréttir

Sunnudagaskólinn hefst aftur 7. janúar '24 kl. 11.00

05.01.2024
Upptaktur að sunnudagaskóla 2024 sunnudaginn 7. janúar kl. 11.00 Sunnudagaskólinn hefst í messu í kirkjunni en síðan fara börnin með leiðtogum inn í Suðursal og eiga skemmtilega stund saman. Ýmislegt skemmtilegt er brallað, t.d. leikir, bænir, biblíusaga, söngur og föndur sem tengist sögu og boðskap dagsins. Í lok stundarinnar er boðið upp á...

Þakkarávarp sóknarprests Hallgrímskirkju á Nýársdag, 01. 01. 2024

02.01.2024
Gleðilegt ár kæri söfnuður og hjartans þakkir fyrir samstarf á liðnu ári. Traust ykkar, hlýju og nærveru, og allt það sem þið gefið í tilbeiðslu og líf þessa safnaðar hér í Hallgrímskirkju þar sem iðar af lífi frá morgni til kvölds. Þar sem tónar orgels og radda leita hæða og lofa Guð. Orðin falla eða eru skrifuð á blað og við biðjum Guð að blessa...

Áramót í Hallgrímskirkju

30.12.2023
Áramót í Hallgrímskirkju   HÁTÍÐARHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
Gamlársdagur kl. 16.00Björn Steinar Sólbergsson orgel
Jóhann Nardeau trompet 
Sérstakir gestir:
Ásgeir Steingrímsson & Eiríkur Örn Pálsson
Miðarsala við innganginn og á tix.isAðgangseyrir 4.000 kr.   Aftansöngur á Gamlársdag kl. 18.00 Prestur: Sr. Eiríkur...

Aðfangadagur í Hallgrímskirkju

28.12.2023
Aðfangadagur var einstaklega fallegur, kalt og frosin jörð en kirkjan okkar fylltist af hlýju og samkennd en yfir 1800 manns sóttu athafnir í Hallgrímskirkju á aðfangadag í ár. Streymt var frá aftansöng og úr miðnæturmessunni og má hér að neðan má finna hlekki á streymin. Meðfylgjandi mynd tók Hrefna Harðardóttir í miðnæturmessunni.Aftansöngur á...

Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju á aðfangadag á Facebook og heimasíðu kirkjunnar.

23.12.2023
Streymt verður á netinu beint frá athöfnum í Hallgrímskirkju á aðfangadag með link af Facebook og heimasíðu kirkjunnar.Á aðfangadag verður hægt að fylgjast með streymi frá aftansöng klukkan 18.00 og guðsþjónustu á jólanótt klukkan 23.30. Hér fyrir neðan má finna hlekki á streymið frá helgihaldinu í Hallgrímskirkju á aðfangadag en um tvö þúsund...

Um 800 leik- og grunnskólabörn komu og sáu Jólin hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í desember.

21.12.2023
Í dag 21. desember 2023 lauk sýningum á Jólunum hans Hallgríms í Hallgrímskirkju í ár. Leiksýningin er byggð á sögu Steinunnar Jóhannesdóttur og er þetta í níunda sinn sem sagan var sett upp. Um 800 leik- og grunnskólabörn heimsóttu Hallgrímskirkju í desember og sáu sýninguna og má svo sannarlega segja að það hafi verið líf og fjör í krirkjunni....

Styrkveiting úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs

20.12.2023
Styrkveiting úr Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs

Yfir þúsund manns heimsóttu Hallgrímskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu.

19.12.2023
Yfir þúsund manns heimsóttu Hallgrímskirkju á þriðja sunnudegi í aðventu. Dagurinn hófst með ótrúlega skemmtilegri fjölskylduguðsþjónustu þar sem Graduale Futuri úr Langholtskirkju fluttu helgileik undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur, Rósa Hrönn Árnadóttir, Ragnheiður Bjarnadóttir, Erlendur Snær Erlendsson, Lára Ruth Clausen og Kristný Rós...